Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1932, Side 15

Ægir - 01.07.1932, Side 15
ÆGIR 169 að sjá um innkaup sín í Færeyjum og kaupir mikið af fiski sínum þaðan. Hafði það áður mann til að sjá um inn- kaup sín á íslandi, en hætti við það fyrir nokkrum árum og er talið að við- skiptin við Island séu heldur minnkandi. Eftir því sem þessi stóru firmu hafa aukið viðskipti sín, hefur dregið úr við- skiptum smærri firmanna við ísland, svo þau verzla þvi nær eingöngu við Færeyjar og kaupa af Hawes y Cia (Espana) Ltda. Selur það firma einnig nokkuð af íslenzkum fiski að sumrinu. Eins og menn vita er það eingöngu islenzkur og færeyskur fiskur, sem keppir á Barcelona-markaðinum. í skýrslum Verzlunarráðsins er raunar talið að inn- flutningur á brezkum fiski hafi numið allt að 200 smálestum sum árin, en þar niun átt við færeyskan fisk aðallega. Eru þær skýrslur ekki nákvæmar, en niunu þó telja hlutföllin milli islenzks fisks og annara landa nokkurn veginn rétt. Telja þær að innflutningurinn til Barcelona og Tarragona hafi uumið sem hér segir á árunum 1924-1929: Smál. alls Paraffráísl. Árið 1924 nam innfl. 9.392 8 295 — 1925 — — 10.542 9634 — 1926 — — 11.104 10 425 — 1927 — — 11.939 11 050 — 1928 — — 18.728 18.240 — 1929 — - 11 680 11.326 I fyrra er innflutningurinn, samkvæmt skeytum ræðismannsins hér, 13.013 smál., °g er færeyskur fiskur 1.251 smál., en íslenzkur 11.762 smálestir. En fram til 15. þ. m. hefur innflutningurinn numið 5.913 smál., og hafa Færeyingar flutt inn 985 smál., en Islendingar 4 928 smálestir. Ryður færeyski fiskurinn sér hraut í Barcelona með hverjum mánuði upp á siðkastið, og líkar vel. Pó munu Fær- eyingar ekki eiga mikið af fiski handa Barcelona og af úrvalsfiski þeim, sem nefndur hefur verið, er talið að ekki séu til nema 3.500 pakkar. En ef þessir 3,500 pakkar eru boðnir fram smám saman, geta þeir auðvitað skapað nokk- urn óróa um verð og óánægju með ís- lenzku verkunina. Ef Islendingar hugsuðu sér að koma einhverju skipulagi á markaðinn hér, mun því ekki stafa eins mikil hætta af samkeppninni við Færeyinga, eins og milli islenzkra útgerðarmanna, því tvö brezk firmu hafa innkaupa umboðsmenn í Reykjavík og gætu þeir að sjálfsögðu ekki haft áhrif á söluverð hér syðra. Eg vil geta þess að sumir innflytjenda liafa minnst á það við mig, hvort ríkis- stjórnin íslenzka myndi ekki geta komið á einhverju skipulagi á markaðinn hér, er kæmi í veg fyrir verðlækkun þá, sem verið hefur undanfarið. Sjá þeir sem er, að ágóði þeirra hlýtur að hverfa alger- lega, ef fiskverðið fer jafnt og þétt lækk- andi, þvi þó ágóði kunni að vera á því, sem fyrst selst af hverjum farmi, ézt hann upp á því sem síðar selst. Á Bilbao-markaðinum er færeyski fisk- urinn einnig okkar hættulegasti keppi- nautur, enda er aðalmarkaður hans í Bilbao og hefur verið frá fornu fari. Innflutningurinn til Bilbao hefur hrakað með ári hverju síðustu fimm árin, og hefur minnkað um þriðja hluta, á þessu tímabili, en innflutningurinn á íslenzkum fiski hefur minnkað um helming. Hefur innflutningurinn skipst sem á næstu bls. segir milli helztu landanna sem þar keppa. í Bilbao eru töluvert fleiri innflutn- ingsfirmu en í Barcelona. Hafa hvert af stóru úlflutnings firmunum sína föslu viðskiptamenn, en fleiri en einn, og hafa ekki jafn náið samband við þá. Selja bæði brezku firmun, sem áður er getið,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.