Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 17
ÆGIR
171
göngu við norskan fisk í Galiciu, en
norskir útflytjendur hafa samtök um að
bjóða ekki fiskinn niður hver fyrir öðr-
um, mundi hægt að verðfesta það lítið,
sem við sendum þangað, með samtökum
útflytjenda, ef ekki væru bresku firmun.
Á Suður-Spánar-markaðinum eru boðn-
ar fram þrjár tegundir af fiski: Shore-
fiskur, egta labri og íslenzkur labri. Auk
þess hefir verið selt þangað nokkuð af
frönskum lavé og íslenzkum pressufiski.
Shore-fiskurinn frá Newfoundlandi og
islenzki fiskurinn keppa ekki, af þvi að
shore-fiskurinn er tvöfalt dýrari en sá
íslenzki, og kemur þar því engin sam-
keppni til greina. Aftur á móti er nokk-
ur samkeppni milli islenzka og egta
labrans, en þó ekki mikil, því kaup-
menn vilja heldur verzla með egta labr-
ann vegna þess, að hann er sendur í
umboðssölu, svo þeir hafa ekki sömu
áhættu af honum og íslenzka labranum,
og betri greiðsluskilmála. En ekta labr-
inn þolir illa sumarhitann, svo menn
reyna að selja hann fyrir miðjan apríl.
Má því telja, að islenzki fiskurinn sé
einráður á markaðinum frá miðjum apríl
til miðs októbers, og ætli hann því að
hafa góða aðstöðu.
Þar eð innflytjendur til Suður-Spánar
verða að hafa all-dýr kælihús, vegna
sumarhitanna, hefur innflutningurinn lent
í höndum færri manna upp á síðkastið.
Er naumast hægt að telja, að innflytj-
endur séu nema tveir eða þrír i hvorum
aðalbæjanna á Suður-Spáni. í Sevilla eru
aðeins tveir innflytjendur, er ráðstafa
þeim 8 þús. smálestum, sem þangað flytj-
ast: Ulbú frá Trueba y Pardo og Casa
Lazo. I Malaga er einnig útbú frá Trueba
y Pardo og útbú frá Hijo de Guillermo
Campos, er hefur aðal-aðsetur í Alicante.
Er það mjög stórt firma, sem einnig hef-
ur útbú í Valencia. í Alicante er aðal-
aðsetur Hawes y Cia, Ltda. (Espana),
sem hefir geysimikil fryslihús og mikinn
innflutning frá Newfoundland. Sagl er
að eitt af þessum stóru innflutningsfirm-
um hafi samning við íslenzkt félag, um
að það kaupi ekki fisk af öðrum en því,
meðan það hefur fisk að bjóða. Aftur á
móti skal spánska firmað fá fisk fyrir
það verð, sem því býðst fiskur annars-
staðar að. Eftir því sem umboðsmaður
annars islenzks útflutningsfirma bauð
fisk sinn lægra verði, gat þelta spánska
firma fengið fiskinn fyrir lægra verð hjá
viðskiptamanni sínum. Eru svona samn-
ingar mjög varasamir og geta orðið land-
inu all-dýrir, ef þeir hafa ekki að bak-
hjarli skiftingu á markaðinum, þvi ella
verða þeir ekki til annars, en fylla vöru-
skemmur Spánverja með mjög ódýr-
um fiski.
Portúgals-markaðurinn er alveg nýr
fyrir Islendinga. Árið 1929 var sama sem
ekkert flutt frá íslandi til Portúgals, en
1930 var 14—15% af saltfiskinnflutningi
þess lands frá Islandi. í fyrra nam hann
26 °/o, en til aprilloka þessa árs nam
hann 44 °/o af öllum saltfiski sem þang-
að var fluttur.
Svo sem kunnugt er, eru þar tvær inn-
flutningsborgir, höfuðborgin Lissabon, og
Oporlo. Eru þær harla ólíkar hvað salt-
fiskinnflutninginn snerlir. Lissabon vill
hvítan fisk, eins og hann er verkaður á
Islandi og í Noregi, enda hefur Noregur
átt þar góðan markað frá fornu fari. lJar
keppir því nær eingöngu norskur og ís-
lenzkur fiskur. Nemur innflutningur um
16.000 smálestum, 10.000 frá Noregi, en
5.000 frá íslandi, og 1.000 annarsstaðar
að. Normenn hafa mjög sterkt sölusam-
hand um fisk, sem seldur er til Lissabon,
og lialda allir sama verði. Gera þeir aft-
ur stórum viðskiptamönnum til góða,
eftir ársviðskiftum hvers eins, og greiða