Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1932, Side 19

Ægir - 01.07.1932, Side 19
ÆGIR 173 inn vill liann. Færeyingar ern því okk- ar erfiðustu keppinautar. Ef við beittum samtökum til að hækka fiskverðið mætti hugsa sem svo, að þeir léku okkur svip- að og við höfum leikið Norðmenn, þann- ig, að við höfum bolað þeim af mark- aðinum í skjóli samtaka þeirra. Þó er þess að gæta, að Færeyingar mundu ekki geta bolað okkur af mörkuðum okkar fyrstu árin, blátt áfram vegna þess, að þeir hafa ekki svo mikið fiskmagn, að nægi Barcelónamarkaðinum einum, hvað þá Bilbao-markaðinum og Italíumarkað- inum. Telja Danir útflutningsverðmæti færeyska fiskjarins árið 1930 hafa verið 7.834.000 d. kr. Eru því heldur líkur til, að ef við verðfestum fisk okkar, mundu Færeyingar fljótlega koma á eftir, en ella selja fisk sinn upp fyrst, en við yrðum einvaldir á eftir. Er auðvitað ekki gott að vísa viðskiftamönnum sínum til keppi- nautanna til að kaupa lægra verði þar, enda býst ég ekki við að til þess mundi koma. Færeyingar mundu sjálfra sinna vegna festa verðið i hlutfalli við verð á íslenzka fiskinum, og njóta þess í skjóli okkar. Eg get ekki skilið svo við þetta mál, að ég minnist ekki á annað sem hefir mjög mikla þýðingu fyrir fisksölu okkar. Það er að senda aðeins fisk, sem hæfir þeim markaði, sem hann er ákveðinn fyrir. Hefur það viljað brenna nokkuð við, að við sendum fisk, sem ekki var verkaður við hæfi þess bæjar, sem hann var sendur lil. í Bilbao hef ég séð svo linverkaðan fisk, að Barcelona-menn hefðu greitt hann miklu hærra verði, en fisk þann er við sendum þangað. I Barcelona hefur aftur verið kvartað í allt vor yfir að fá of harðverkaðan fisk. Sendi eitt firmað í Bilbao töluvert af fiski, sem þangað var sendur. til Barce- lona, tók allan kostnað af flutningi á á járnbraut, en græddi samt töluvert á að senda hann. Sama má segja um fisk- stærðina og flatninguna. Portúgalsmenn vilja ekki sjá útúrflattan fisk og Spán- verjar mjög óviða. Purfa útflytjendur og fiskimatsmenn að sporna við því eftir mætti, að fiskur komi á markað sem hann er óhentugur fyrir. Móttakendur telja allt slíkt vera slæmt mat, og telja allra bezta fisk með Barcelona-verkun vera beinlínis svikna vöru í Galiciu og Portúgal. Þegar við notum til fulls alla þá mark- aði, sem okkur standa nú opnir, verður nauðsynlegt að sjá um að við ofbjóðum þeim ekki, Þyrfti því fiskimatsmanna- fundurinn, eða einhver svipuð samkoma, að ákveða árlega hve mikið beri að verka handa hverjum markaði, án þess að ofbjóða honum. Má alltaf hafa 10 — 20°/o fram yfir meðaltal siðustu þriggja ára, sem haldið sé í verkun, svo síðar megi ákveða, hvort það sé sett á þennan markaðinn eða hinn, og þá verkað fyrir hann. Ef við höfum það sem þarf handa hverjum markaði, er og hægara að halda verðinu í skefjum, en þegar við vitum ekki nema verið sé að verka fisk handa sama markaði alstaðar á landinu. En það vill vilja til, ef þurkasumar er, að of lítið sé íil linþurkað, og í votviðra- sumrum, að við sendum of lítið þurkað á staði sem vilja harða verkun. Um ástandið hér á Spáni get ég verið fáorður. Síðan núverandi forsætisráð- herra, Anzana, tók við, hefur komið festa í stjórnina, því hann er viljafastur maður og veit hvað hann vill, og Spánverjar vita það einnig. Telja margir hann harð- stjóra, sem beiti sömu meðulum við and- stæðinga sína og Primo de Rivera beitti og talið er að ýmsir sitji í fangelsi, án

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.