Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1932, Side 21

Ægir - 01.07.1932, Side 21
ÆGIR 175 asta Alþingi á ríkisstjórnina, að athuga hvort ekki væri ástæða til að segja upp gildandi verzlunar- og siglingasamning- um við Noreg. En samkvæmt þeim samningum hal'a Norðmenn einkar góða aðstöðu til siglinga hér við land. Ekki er ósennilegt, að Norðmenn komizt að raun um — þegar farið verður fyrir al- vöru að ræða þessi mál — að þeir geta ekki haft hag af uppsögn kjöttollssamn- ingsins. Samningaumleitanir eiga að hefj- ast hér í Rvík í þessum mánuði og er þess að vænta að árangur þeirra verði sá, að frændþjóðirnar leysi deiluna þannig, að báðir aðilar verði ánægðir. Skipasmíðar oq skipaskoðun. Ur »A book for the hammock« bj’ W Glark Russel, London 1893. í 18. árg. Ægis 4. tbl. bls. 87, var eftirfarandi grein birt; var þá mannskaðinn mikli, hinn 8. febrúar, mönnum í fersku minni og mikið tal- að um hvað skip þau, sem úti í veðrinu voru, hefðu afborið, Greinin átti að vera bending til þeirra, sem eiga við smíði skipa og viðgerðir °g einnig til þeirra, sem fara til útlanda til skipakaupa. Nú eru krepputímar og megnið af veiðiskip- unum orðin gömul skip, farin að gefa sig, sem ekki er að furða, og nú er komið að því, að Hokka á mörg þeirra þetta ár, sem er ærinn kostnaður og illa kleifur fyrir flesta. Skipin hafa séð sitt fegursta, en eftir floklc- un og viðgerð, mun þó tilætfun, að þau eigi að vera traust og þeim megi bjóða likf og með- au þau voru ný, en það má ekki gleyma því, að þau eru gömul orðin og því frekar ber að Vanda til þeirrar viðgerðar, sem fram á að fara uú og ekki ganga fram hjá hinum svo nefndu smámunum. — Þessi grein er endurtekin hér °g endurreist eftir sjö ára hvíld í gömlum ár- gongum, en þær eru fleiri, sem endurreisa Þyrfti og eiga jafnt við nú og þær áttu áður, Þegar þær voru ritaðar fyrir mörgum árum. Margur gamall maður er svo, að hann álítur allt, sem unnið var í hans ung- dæmi, miklu betra, traustara og vand- aðra en nú, hvort heldur átt er við skipa- srníðar eða húsagerð. Eflirfarandi grein var rituð 1882, en ekki birt, og þau 11 ár er liðu, notaði höf- undur frístundir sínar sumar, til þess að bera saman það, sem hann hafði at- hugað og ætlaði ekki að birta það ef framfarir yrðu á því, sem greinin hljóð- ar um. Þegar ekkert batnaði á þessum árum, þá birti hann athuganir sinar og hélt áfram rannsóknum sínum þar til árið 1893, þá birti hann greinina og mönnum brá, en þótt illt sé afspurnar, þá er mörgu ábótavant allt fram til þessa. Verður hér birtur kafli úr nefndri grein; varðar hún alla, er skip kaupa, eiga og þá, er á skipum vinna og sýnir, hvers virði skipaskoðun og eftirlit með skipa- smíðum er. Höfundur skýrir svo frá : Hið fyrsta, sem vakti eftirtekt mína, að allt væri ekki eins og ætti að vera er um skipasmíðar ræðir, var hve mörg skip sukku skammt frá landi og fjöldi skipa, sem hvarf með öllu og aldrei spurðist til. Eg fór að litast um á skipa- smíðastöðvum og gefa mig á tal við ýmsa, sem þar unnu, og fékk ég þá þær útskýringar, sem til fulls opnuðu augu mín og ásetti ég mér, að halda rann- sóknum mínum áfram. Eg komst að því, að sum hin nýju skip, sem verið var að smíða, voru ekki fremur fær að sigla sjóinn, flytja menn og vörur, en gömlu líkkisturnar, sem álitnar voru ó- sjófærar og bannað að sigla. Dag einn var ég staddur á skipasmíða- stöð og litaðist þar um. Sá ég þar mörg skip í smíðum og dáðist að einu þeirra, sem setja átti í sjóinn næsta dag. Var það vandlega og smekklega málað og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.