Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 23

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 23
ÆGIR 177 átti að fara á sjóinn, hugsaði ég: »Allir þínir gallar, tærð og sprungin bönd eru nú mönnum hulin, það gerir málningin og gyllingin, nú átti þú að reyna þig við haföldurnar og mennirnir hafa sett þig i flokkinn 100 A 1, þrátt fyrir ónýtu naglana og aðra galla, sem að réttu lagi ætlu að setja þig í sama flokk og lík- kistur þær, sem skipað hefir verið að höggva upp. Nú fer ég að skilja hvað orðið hefur af skipunum »Ismaelia«, »Bernina«, »Bayard«, »Homer«, »Stam- fordham«, »Telford«, »Zansibar«, »Tox- ford«, Sylvia«, »Surbiton«, »Joseph Pease« og hinum 40 bresku gufuskipum, sem hurfu árið 1892. Voru naglar of lýrir og losnuðu plöturnar hver frá ann- ari er þeir hrukku í sundur, eða hvað? »Board of Trade« og »Lloyd« má ekki ásaka. Þær stofnanir velja menn í hið vandasama starf, sem skipaeftirlitið er. Þessir menn hafa kaup rétt í meðallagi °g þar sem svo er, má beita ýmsu til þess að rugla góðum ásetningi, en bregð- ist allt, þá er reynt að láta þá skoða hið versta í gegnum kampavínsglasið. Þetta er að eins stuttur útdráttur úr grein þessa manns. Er hann víða harð- orður mjög um, hvernig lífi sjófarenda sé stofnað í hættu sökum þess sleifar- lags, sem eftirlitsmenn sýni. »Board of Trade« og »Lloyd« eru úr allri sök, þau hafa sina trúnaðarmenn (skipaeftirlits- niennina) og eigendur skipanna hafa skoðunarvottorðið, sem segir skipið gott. Hann minnist á gamalt seglskip, sem hafði fengið sjóferðaskírteini (Södygtig- hedsattest) undirskrifað af »Board of Trade« manni. Ferðalag þess skips var hörmung og hann kallar það, sem fram kom í réttarhöldum svívirðingu fyrir hina hresku þjóð og sé gott dæmi upp á, að trúnaðarmenn flokkunarfélaga (eftirlits- rnenn) stofni visvitandi, eigum og lifi manna i hættu, og séu þannig sjálfir hættulegir menn fyrir mannfélagið. Síðan grein þessi kom út, hefur mikil bót orðið á frágangi öllum á skipum og eftirlitið batnað, en meðan á heimsstyrj- öldinni stóð, urðu menn að flýta öllu, jafnt skipasmíðum og öðru, og óvönduð skip munu enn vera í ferðum á hafinu, og óvönduð getur vinna ávallt orðið, sé eftirlit ekki gott. Umsjón með skipum og smiðum þeirra verður að vera nákvæm og góð, sé svo er fyrsta og aðalskiiyrði til öryggis á sjónum fullnægt, hvort heldur átt er við mannslíf eða góz, er flutt er. Góðir eftir- litsmenn geta ekki búist við vináttu eig- enda skipasmíðastöðva, eru jafnvel illa þokkaðir menn hvarvetna, þar sem spor þeirra eru aukin útgjöld, en þeir verða að fara sínu fram og hugga sig með, að þeir framkvæma verk, sem þúsundir sjófarenda blessa þá fyrir, þegar þeir framkvæma skoðun eins og ber. Útflutningur sjávarafurða til Þýzkalands. Samkvæmt þýzkum hagskýrslum hef- ur verið flutt út héðan : 1930: 1931: Lýsi, smálestir . . 2922 1589 ísfiskur, smál. . 198 2036 Saltsíld, tunnur . . 2810 15273 FiskimjöJ, smál. . . 4304 4785

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.