Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 4
170 ÆGIR fluttur er frá Islandiff, nær einnig til íiskjar, sem settur er á land í Sameinaða Konungsríkinu af íslenzkum skipum, sem koma með íiskinn beint af veiðum. 3. grein. 1. Innflutningurinn til Sameinaða Kon- ungsríkisins á kældu eða frosnu kinda- kjöti og lambakjöti frá íslandi skal eigi undir neinum kringumstæðum gerður hlutfallslega minni en frá nokkru öðru erlendu ríki. 2. Ef gerðar verða breytingar á nú- gildandi reglum um takmörkun á inn- ílutningi á kældu eða frosnu kindakjöti og lambakjöti til Sameinaða Konungs- ríkisins frá erlendum ríkjum, þá skal tekið fullt tillit til krafna þeirra, sem gerðar hafa verið af íslands hálfu. 3. Ef eitthvert annað erlent ríki, sem flytur þessar vörur á brezka markaðinn, sleppir eða missir rétt sinn, að einhverju eða öllu leyti, til hlutdeildar í innflutn- ingnum á framannefndum vörum, þá skal hlutdeild íslands aukin hlutfallslega engu minna en hlutdeild nokkurs ann- ars erlends ríkis. 4. grein. Ekkert í samkomulagi þessu skal hafa áhrif á réttindi þau og skyldur, sem leiðir af nokkrum samningi, sem nú er í gildi milli Islands og Sameinaða Kon- ungsríkisins, og skulu í því efni sérstak- lega nefndir friðar- og verzlunarsamn- ingur gerður í Whitehall 13. febrúar 1660/61 og friðar- og verzlunarsamningur gerður í Kaupmannahöfn þann 11. júlí 1670, þar með einnig talin yfirlýsingin um breytingu á nefndum samningum, sem undirrituð var í Kaupmannahöfn þann 9. maí 1912. Samkomulagsrikin eru ásátt um, að með hliðsjón af ákvæðum í ofannefnd- um samningum frá 1660/61 og frá 1670, skuli vörur framleiddar eða tilbúnar á Islandi njóta í Sameinaða Konungsríkinu, og vörur framleiddar eða tilbúnar í Sam- einaða Konungsríkinu njóta á íslandi þeirra kjara, sem að öllu leyti séu ekki óhagkvæmari en kjör þau, sem vörur framleiddar eða tilbúnar í sérhverju öðru erlendu ríki, njóta. 5. grein. Samkomulagsríkin eru ásátt um, að sérhverri deilu, sem kynni að rísa milli þeirra um rétta skýringu eða framkværnd á einhverjum af ákvæðum þessa sam- komulags, eða á ákvæðum einhvers samninganna, sem nefndir eru í 4. gr., skuli, ef annarhvor samningsaðiljanna óskar þess, vísað til fasta alþjóðadóm- stólsins, nema samkomulagsríkin verði ásátt um, í einhverju sérstöku máli, að vísa deilumálinu til einhvers annars dómstóls, eða að leiða það til lykta með einhverri annari málsmeðferð. Ef ein- hverju deilumáli verður visað til fasta alþjóðadómstólsins, þá skal, ef samkomu- lagsríkin verða ekki ásátt um annað, þess farið á leit víð dómstólinn, að hann felli úrskurð sinn eftir að beitt hefur verið þeirri einföldu málsmeðferð, sem 29. gr. reglugerðar dómstólsins felur í sér fyrirmæli um. 6. grein. Samkomulag þetta gengur í gildi þegar er rikisstjórn Islands hefur tilkynnt rík- isstjórninni í Sameinaða Konungsríkinu, að Alþingi hali sett þau lagafyrirmæb* sem nauðsynleg eru, og skal halda áfram að gilda í þrjú ár frá gildistöku þess, enda sé fullnægt ákvæðunum í 1. bókunarinnar, sem undirrituð hefur ver- ið á þessum sama degi. Ef hvorugt samkomulagsríkjanna hefur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.