Ægir - 01.07.1933, Page 9
ÆGIR
175
því aldrei orðið beituskortur og beitan
með ódýrara móti. Fyrir nokkru fóru
menn að fá hafsild í reknet og nú síð-
ustu daga töluvert í herpinót, sem skilj-
anlega fer öll í bræðslurnar.
Engin slys eða sérleg óhöpp hafa kom-
ið hér fyrir, það sem af er vertíðinni,
að því undanskildu, að unglingspiltur
hrökk út af vélbát í Hrísey og drukknaði.
Nú er verið að hressa upp á og undir-
búa hverja stærri fleytu, fyrir síldartím-
ann, en hve mikil þátttaka smærri bát-
anna verður í síldarveiðum, fer alveg
eftir þvi, hverjar söluhorfurnar verða og
hversu þorskaflinn gefst, en viðbúnað
munu flestir þeirra hafa, til að geta tekið
hvort sem betra lízt.
Einn nýr vélbátur hefur verið keyptur
inn í fjórðunginn í vor, frá Noregi (til
Dalvíkur). — Er báturinn talinn að vera
14 tonn og hefur 40 ha. Tuxham-vél. —
Von mun og næstu daga á veiðiskipi,
aðkeyptu frá útlöndum, hingað til Akur-
eyrar, en um það skrifa ég nánara síð-
ar, þegar betri vitneskja er fengin.
Læt ég svo staðar numið að þessu sinni.
Akureyri, 3. júlí 1933.
Virðingarfyllst.
Páll Halldórsson.
Fiskveiðar Dana 1932.
Árið 1932, var afli alls tenginn úr sjó,
og veiddur á dönsknm skipum, 89.847
tons, að verðmæti 33,2 milljónir króna.
Árið 1931 var afli alls 87.995 tons, en
verð á fiski var þá hærra og fengust þá
fyrír hann 34,3 milljónir krónur.
Um 20 þúsund manns, höfðu atvinnu
við veiðarnar en V3 af þeirrí tölu stund-
uðu veiðar og annað er þeim fylgdi, í
hjáverkum.
Tillaga
um styrk til sænskra síldveiðamanna
r
við Island.
Til þess að Svíar geti haldið áfram
síldveiðum við ísland og veitt þeim
vinnu, sem þær veiðar stunda, hefur
verið skorað á landbúnaðarmálaráðherr-
ann sænska, að hann ynni að því, að
veittar væru 60 þúsund krónur, til að
greiða með þóknun til fiskimanna, er
nemi 2 kr. fyrir hverja fullsaltaða eða
kryddaða tunnu af nýrri síld, veiddri við
Island og flutt á þeirra skipi eða látin í
annað sænskt skip og afhent kaupanda
í Svíaríki. Ætti þá hver fiskimaður að
fá þóknun, er yrði t. d. 150 krónur af
600 tunnum, fram yfir markaðsverð; er
það góð viðbót fyrir þann skamma tíma,
sem síldveiðar við ísland eru stundaðar.
Þetta veikir einnig tillögu þá, sem fram
hefur komið um skipulag fyrir innflutn-
ing á íslenzkri síld, þar sem slíkt virðist
eigi auka sildveiðar Svía við lsland.
Innflutningshömlur á saltaðri síld verða
lílt framkvæmanlegar, þar sem Svíar
hafa lítið gert að því að framleiða salt-
síld sjálfir, hin síðustu árin, svo ákvörð-
un um hlutföll innflutnings verða eigi
ákveðin. Jafnvel reglugerð um innflutn-
ing á kryddsíld, sem, að því er virðist,
væri framkvæmanleg, yrði aðeins til þess
að hækka verð á þeirri, sem Svíar veiddu,
fram ytir almennt markaðsverð, og þegar
svo er komið liggur næst, að niðursuðu-
verksmiðjurnar geri út skip og sildar-
leiðangra, eða tækju það fyrir að nota
aðeins saltsíld sem hrávöru í stað krydd-
sildar; yrði það mikill hnekkir fyrir
sænska fiskimenn, sem stuuda sildveiði
við ísland og krydda veiði sina.
Reglugerð um innflutning á kryddsíld