Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1933, Side 15

Ægir - 01.07.1933, Side 15
ÆGIR 181 Veðurathuganir. Eitt af því sem á að veita sjómönnum öryggi við sjósóknina eru veðurfregn- irnar, og er þá mjög áríðandi, að þær séu sem allra réttastar. Ef veðrið ekki er líkt og veðurspáin segir, þá missa sjómenn og aðrir traustið á þeim og fara minna eftir þeim en rétt er. Eg geri ráð fyrir, að ófróðir geti má- ske lítið lagt til þessara mála. Eftir því sem ég lít til, þá fer mjög um veðurspá veðurstofunnar eftir þeim fregnum, sem hún fær frá athugunar- stöðvum og er þá mikið undir því kom- ið, að þessar stöðvar séu sem viðast, og enn fremur, að þær séu settar á yztu annesjum, eftir því sem föng eru á, og þar sem mögulegt er að koma síma- sambandi við yztu tanga, sem búið er á, þá þarf það opinbera að sjá fyrir því. Hér eystra þarf t. d. að leggja síma á Dalatanga, því mun betra væri að gera athuganir þar en á Skálanesi. Á Horna- flrði er veðrið tekið inn á Hólum, ætti að vera úti á Höfn eða þá á báðum stöðunum. Eg h}rgg að á Djúpavogi ættu líka ftð vera athuganir; bezt væri stöð þá komin í Papey. Þar vantar samband við land og er þó oft búið að skora á það opinbera að reisa loftskeytastöð þar, til öryggis fyrir sjófarendur á þessum slóðum. Pað er svo kunnugt um nauð- syn á sambandi milli Papeyjar og lands, að um það þarf ekki að ræða.1) Þar sem menn, sem stunda veiðar á Riótorbátum koma daglega að landi, en rúa langt til hafs, þetfa 40—50 sjómílur, emkum fyrir Austurlandi, hefur mér 1) bað er víst búið að setja talstöð í Papey, °8 er því furðulegt, að ekki skuli vera birtar athuganir þaðan, A. V. doltið í hug, hvort eigi væri það styrkur fyrir veðurstofuna, væru einhverjir þeirra sjómanna, sem þar róa, fengnir til þess að senda henni skeyti um veðurlag þar, erþeirkomaað landi, þvísjaldan heyrist, að upplesin séu veður skeyti frá skip- um, sem stödd eru á þeim slóðum. Að sjálfsögðu yrði síminn að flytja slíkar fregnir án gjalds; þyrfti þá að skipuleggja þelta, fá vissa menn á viss- um stöðum til þess að annast það. Að vísu yrði þetta á ýmsum tímum, og máske oft ekki til, handa veðurstof- unni að vinna úr í hvert sinn, en oft mundi það geta komið með öðrum at- hugunum og með tímanum orðið veður- spánni nokkur styrkur. Það er ekki sjaldan að allt annað veður er hér á hafinu, en það sem athugunarstöðvarnar ná til inni á fjörðum eða við land, og flnnst mönnum þá stundum lítið á veð- urfregnunum að græða, en sem þó á að fara mikið eftir, og verður því að gera allt sem mögulegt er til þess, að þær geti orðið það bjargráð mönnum er stunda sjó, sem þeim er ætlað að vera og sem þær eru í raun og veru. Árni Vilhjálmsson. Togari í smtðum í Frederikshöfn. Frakkneskt útgerðarfélag samdi i vor við skipasmiðastöðina í Frederikshöfn, um smíði á stórum togara; á hann að stunda veiðar á Newfoundlandsmiðum og verður hann búinn öllum nýtízku- tækjum til veiða og nýtingu aflans. Auk aðalvélarinnar, sem er Burmeist- er og Wain 1.100 h. a. Dieselvél, hefur skipið ýmsar hjálparvélar og vindur, all- ar knúðar með rafmagni. Togarinn er 1200 brúttotons að stærð og lengd hans er 230 fet. Um næstu áramót á smíði að vera lokið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.