Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 17
ÆGIR 183 lent heilu og höldnu í viðsjálla veðri.— Halldór heitinn var ekki einn þeirra, sem vilja skifta sér af sem flestu og dreifa kröftum sínum í afskiftum opin- berra mála. Hann baðst jafnan undan sveitarstjórnarstörfum og öllum félags- mála- eða nefndastörfum, en leitaði sér sæmdar í að vinna óskiftur að atvinnu- rekstri sínum og heill fjölskyldu sinnar, enda átli hann ágætu heimilislífi að fagna. Hann kvæntist 1902 Guðríði Mósesdóttur, góðri konu. Eignuðust þau 7 börn og eru 5 þeirra á lífi, uppkomin og mann- vænleg. Halldórs Pálssonar mun jafnan minnst sem eins helzta dugnaðar- og sæmdar- manns í sínu byggðarlagi. Með Halldóri fórust þessir þrír menn, þeir: 1. Jón Helgason, fæddur 25. marz 1912, sonur Helga Tómassonar sjómanns í Hnífsdal. Helgi hafði um fjölmörg ár verið háseti Halldórs heitins og jafnan bans hægri hönd í sjóferðum. 2. Guðfinnur Einarsson, fæddur í sept. 1912, sonur Einars Guðleifssonar á Iíollsá í Grunnavíkurhreppi. 3. Gunnar Guðmundsson, fæddur 16. jan. 1914, sonur Guðmundar Jónssonar í Holungavíkur-seli á Hornströndum. Allir voru þeir vaskleikamenn. Kr. J. Gömul skip. Þar sem sjómenn eru samankomnir, berst tal þeirra oft að skipum, sem þeir hafa unnið í, gæða þeirra, galla, hraða °- s. frv. Sumir sjómenn tala vart um annað í sínum hóp og minnast þá ýmsra skipa með andagt, bæði þeirra, sem hafa verið heimili þeirra og einnig annara, sem þeir hafa heyrt getið. Til eru nafnfræg skip, nöfn þeirra þekkjast um allan heim, og þeirra er minnst löngu eftir þau eru annaðhvort týnd eða höggin upp. Við höldum fiskirit, lesum í þeim, að þetta eða hitt skip sé móðurskip við hvalaveiðar suður í höfum, en höfum ekki hugmynd um hvaða skip hér um ræðir og varðar heldur ekkert um það, munu flestir segja, en þar sem sjómenn hér tala oft um hraða skipa — er bezt að láta þá heyra lítið eitt um seglskipið »Lancing« og taka það vegna þess, að við höfum séð nafn þess á prenti, í norskum fiskiritum, sem móðurskip á hvalaveiðum. Seglskipið »Lancing« var áður frakk- neskt gufuskip, var eign »Compagnie Transatlantique« og hélt uppi ferðum milli L’Havre og New-York í 23 ár. All- an þann tíma hét skipið »Pereire«. Það var 2.546 nettotons, smiðað á skipasmíða- stöð Roberts Napier í Glasgow og hljóp af stokkunum árið 1866. 1 öllum þeim ritum, sem skýra frá ferðum hinna mörgu langferðaskipa og hraða þeirra, eru þau skipin venjulega efst á blaði að gæðum og hraða, sem hinn ameríski snillingur Donald McKey teiknaði og smíðaði. T. d. sigldi skipið »Lightning« á einum sólarhring 437 sjó- mílur, og er það met að halda þeim hraða svo lengi og í dagbókum skipsins »James Baines«, stendur, að skipið hafi einu sinni siglt samkvæmt skriðmæli 21 sjómílu á klukkustund, en hve lengi er ekki getið, en því má ekki gleyma, að fyrr á tímum voru skip miklu betur mennt en siðar varð og auðið að minnka segl, áður en tjón hlaust af, er þannig er siglt. Þegar »Lancing« hætti Ameríkuferð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.