Ægir - 01.07.1933, Page 18
184
ÆGIR
um. keyptu Bretar það, tóku úr því
vélar, breyttu reiða þannig að skipið var
fjórsiglt barkskip og hófust þá Ástraliu-
og Kínaferðir þess. Þrátt fyrir aldur
skipsins og þessa miklu breytingu, kom
það þegar í ljós á hinum fyrstu ferðum
þess, að hér var um seglskip að ræða,
sem kvað að.
18 og 20 sjómilur á hlukkustund má
víða sjá skráð í dagbókum þess hin fyrstu
árin — og nokkur met, sem »Lancing«
setti, standa óhögguð þann dag í dag,
t. d.: Frá New-York til Orkneyja á 8
dögum. — Frá Osló til Melbourne (Ástra-
líu) á 72 dögum. Mældur hraði 18 sjó-
milur í samfleytt 72 stundir. — Á þeirri
ferð frá Rio de Janeiro til New Cale-
donia, var meðalhraði alla leiðina \2lh
sjómíla. — Eitt metið, er 22 sjómílur í
15 samfleyttar stundir á leið til Ástralíu.
Það met setti skipstjóri M. B. Melsom,
eftir að Norðmenn eignuðust skipið. Ár-
ið 1902 var það 69 daga á leiðinni frá
St. Johns N. B. til Melbourne í Ástralíu.
Hinir síðustu eigendur þessa skips,
voru Melsom og Melsom í Osló.
Þegar þeir seldu »Lancing« til niður-
rifs, fyrir fám árum, fengu þeir gott verð
vegna hins ágæta efnis, sem i skipinu
var. ítalir keyptu það.
Um 1920 lá hér við hafnaruppfylling-
una, fagurtlangferðaskip sem »Coriolan-
us« heitir og hét. Það var þá í eigu
Norðmanna. Margir horfðu á hið fagra
skip, en fæstir vissu að það var methafi
á mörgum siglingaleiðum á hafinu og
þá frægt skip, smíðað hjá A. McMillan
& Son í Englandi; sigldi það fyrst undir
brezkum fána, síðan norskum og að sið-
ustu undir amerískum fána, og er nú
ætlun Ameríkumanna að halda skipinu
við og geyma það sem þjóðareign til
minningar um afreksverk seglsldpa þeirra
á hafinu.
Exposition Maritime
Internationale.
Alþjóðasýning með þessu nafni var
haldin í Bordeaux á Frakklandi fyrir 26
árum, eða timabilið frá 1. maí til 1. nóv.
1907. Var það stjórn Frakklands, sem
einkum hvatti og studdi það að sýning
þessi var haldin. Allar þjóðir, sem vildu
gátu tekið þátt í sýningunni og fengið
skála fyrir muni þá, sem sýna skyldi.
1 þeirri deild, sem geymdi allt það,
sem að fiskveiðum og farmennsku lýtur,
var niðurröðun muna og áætlaðir starfs-
hætlir þessir:
1. Saga verzlunar- og fiskveiða.
2. Kennsla.
3. Sjóbréf (kort) og mælingatæki.
4. Allzkonar efniviður í skip.
5. Mótortegundir og skipskrúfur.
6. Ýms áhöld til skipa.
7. Mótorbátar og aðrir bátar.
8. Loftför.
9. Hafnarvinna (sýnd tæki).
10. Fiskveiðar í sjó og vötnum.
11. Björgunartæki o. fl.
12. Mataræði á skipum.
13. Ýmiskonar iðnaður (smíðisgripir og
seglasaumur).
14. Fyrirlestrar um vinnu á skipum, í-
þróttir, iðnað, verzlun, viðhald skipa
og hagfræði.
Yerðlaun voru, heiðursskjöl, gull-, silf-
ur og bronsepeningar.
Á Fiskiþingi 1921, kom fram tillaga
þess efnis, að stofnað væri til fiskisýn-
ingar í Reykjavík og var nefnd kosin til
að athuga það mál.
Að loknu starfi, bar nefndin fram eft-
irfarandi tillögu :
»Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélags ls-
»lands, að skrifa öllum félögum og
»ýmsum einstökum mönnum innan-