Ægir - 01.07.1933, Síða 20
186
ÆGIR
dor á 12 stundum og komust til Chica-
go við Michiganvatn um miðaftanleyti
hinn 16. júlí; þangað var ferðinni heitið
og þaðan skyldi halda heim.
Hreyfiafl fyrir báta.
Þegar Edilon Grimsson var 18 ára gam-
all sem var árið 1864, var hann háseti
á fiskiskipi og kom þá í fyrsta skipti á
Hornstrandir. Þótti honum þá undrun
sæta er hann heyrði, að maður nokkur
á Ströndum hafði róðrarvél í smíðum
og töldu þeir, sem frá sögðu, þetta vera
stórkostlegar framfarir ef það lánaðist,
og hugðu menn gotttil. Þeir gallar munu
þó hafa komið í ljós meðan vélin var í
smíðum, eða eftir að hún var fullger, að
aldrei heyrðist, að hún væri notuð, en
hugmynd um hreyfiaíl fyrir báta var fyr-
ir hendi og ekki útdauð, þótt þessi til-
raun misheppnaðist.
Það mun hafa verið á árunum 1886 —
1887, að maður hér í Reykjavík fór að
brjóta heilann um róðrarvél, sem knúin
skyldi með handaíli; var þetta í sam-
ráði við járnsmið Gísla Finnsson. Hug-
myndin varð að framkvæmd og var vél
sú, sem smíðuð var, sett í bát og allt
gekk að óskum nema það, að hún var
svo þung er hana skyldi hreyfa, að 2
menn entust ekki til að snúa henni, nema
litla stund, en meðan vélin var í gangi,
var skrið bátsins í logni, líkt því, sem
4—6 menn reru. Vegna þessa galla, hve
þungt var að hreyfa vélina, var hún á-
litin óhæf í báta og tilraun þessari þar
með lokið. — Ekki var hér með búið,
því hugmyndin um hreyfiafl fyrir báta
var enn ekki dauð.
Guðbrandur Porkelsson verzlunarm. i
ólafsvík, smiðaði róðrarvél í bát á árun-
um 1897—98 og varði til þess miklum
tíma og fé. Guðbrandur var hugvitsmað-
ur og listamaður og hefði átt að verða
verkfræðingur, en það orð þekktist varla
hér á uppvaxtarárum hans. Hann reyndi
að vanda vél sína hið bezta og komast
hjá þvi, sem hana gæti þyngt, er henni
var snúið, en hér fór eins og með vél-
ina í Reykjavík; ætti hún að knúa bát
áfram með sæmilegum hraða og tíma-
lengd, sem nokkru munaði, entust menn
ekki til að snúa henni og húnfekkaldr-
ei álit manna.
Að vísu kvaðst Guðbrandur geta gert
vélina þannig, að léttara væri að snúa
henni, en þá hefði hún ekki nægan snún-
ingshraða og þar af leiðandi, báturinn
ekki næga ferð. Með þessari tilraun var
róðrarvélahugmyndinni lokið, og ekki
langt að bíða þar til annað hreyfiafl
ruddi sér rúm. Um sama leyti og Guð-
brandur vann að hugmynd sinni (1897),
var Alpha-mótorverksmiðjan í Friðriks-
höfn, sett á stofn og Dan tók til starfa
þrem árum áður og bátamótorar frá þess-
um verksmiðjum urðu þegar almennir
og vakti hin fyrsta mótorsýning, sem
haldin var í Kaupmannahöfn árið 1903
mikla athygli.
Hin fyrsta bátavél, sem til Islands kom
í nóvember 1902, var tveggja ha. Möll-
erupsvél og setti Árni Gíslason, nú yfir-
fiskimatsmaður á Isafirði, hana fyrstur
manna hér á landi, í árabát, sem hann
átti. Á næstu árum fjölgaði mótorbátum
ótt og hreyfiafl þetta hið nýja, fór sig-
urför um allt og það sem Hornstrend-
ingurinn vann að 1864, komst í fram-
kvæmd 28 árum síðar og ánokkuðann-
an hátt en hann grunaði, en aðalmark
hans var hiðsama ogverkfræðinga þeirra,
sem mótorinn fundu upp: vélar í báta,
svo árar og segl þyrfti ekki að nota, og