Ægir - 01.08.1933, Side 3
ÆGIR
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
Reykjavik. — Ágúst 1933.
Nr. 8.
Viðhald báta.
Við, sem erum það gamlir að muna
þá tlð, þegar róðrarbátar voru nálega
þær einu íleylur, sem notaðar voru til
þess að sækja fisk í sjó, munum einnig
eftir þeirri vandvirkni sem sýnd var, þeg-
ar bátar, sexæringar og áttróin skip voru
hreinsuð á sumrin og tjörguð. Áður en
skipin voru tjörguð, voru þau skafin og
sópuð vandlega. Hrátjaran sem borin var
á þau, mátti ekki vera þykk og voru
því hitaðir steinar og látnir í hana, með-
an verið var að tjarga; hélst þá tjaran
mátulega þunn og drýgðist jafnframt.
Mönnum þótti þá vænt um bátana sína
og gáfu sér góðan tíma til að ganga sem
bezt frá öllu, og ending þeirra varð eftir
þvi. Sama vandvirkni var viðhöfð er
gengið var frá þilskipum á haustin eftir
sumarvinnuna. Þau voru skafin, bikuð
°g máluð, bómur og möstur skafin og
borin á þau fernisolía; væri skipsbotn
rakur er bika skyldi hann, var kveikt á
blysi og staðir þeir þurkaðir og velgdir
þar sem bika átti, því menn höfðu þá
h'ú, að þessi vinna væri til bóta fyrir
efni skipsins, væri hún framkvæmd með
athygli og til hennar vandað og höfðu
reynzlu fyrir því, að málning og tjara
kæmi að litlu haldi, sem varnarmeðal
fúa, væri það borið á rakt eða blault
tré.
Þessi vandvirkni hverfur smám sam-
an eftir því sem hraði á öllum sviðum
eykst í heiminum og ekki vinnst tími til
eins og annars, sem þó ekki má kasta
höndunum til, ef vel á að fara. Meðferð
á bátum almennt nú á tímum, er ekki
hin sama og var, hvorki að því er hreins-
un lýtur né hvernig ailt er undirbúið til
þess, að tréð eða annað efni skipa og
báta hafi sem mest gagn afáburði þeim,
sem borinn er á það, hvort heldur er tjara,
fernisolía eða málning. Virðing sú, sem
menn áður báru fyrir fleytunum sínum,
er að hverfa.
Nýr siður rj'ður sér nú til rúms þeg-
ar um hirðingu á siglum og bómum
ræðir og má telja siðinn nokkuð smit-
andi. Kemur þar fram þetta einstaka
tímaleysi manna yfirleitt, því hér má
ekki kenna því um, að sjómenn lands-
ins viti ekki, að þessi nýi siður er alls
ekki til bóta og er jafnvel hlægilegur og
nú er bezt að nefna hvar í hann er fólg-
inn, en örlítinn formála þarf til skýr-
ingar.
Á mótorbátum, sem stunda róðra eða
flytja vörur, eru siglutré, bómur og gafl-
ar, segl og á þeim hin svokölluðu mast-
ursbönd, sem eru svigagjarðir um sigl-
una, sem seglin eru fest við, svo þau
haldist að henni þegar þau eru dregin
upp. í hvert skifti sem gaffall og gjarðir
þessar fara uppeftir siglu eða segl er
dregið niður, þá smáeyðist siglan sjálf
eða áburður sá, sem á hana hefur verið
borinn til þess að verja hana fúa, (því
siglur eru dýrmætir hlutir á skipi) og
vátrvggingarfélög greiða ekki skaðabætur