Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 8
194
ÆGIR
bálar og 9 árabátar. Afli í júnílok: 3200
kg. stórflskur og 57000 kg. smáfiskur.
Ég vil nota tækifærið og minnast enn
á hafnargarðinn á Skálurn. Eins og ég
hef getið um áður, var í fyrra haust efri
endi garðsins hækkaður með trébúkkum
fylllum grjóli, lil að verja að grjót og
möl bærist inn í vörina. Þelta hefur að
miklu leyti komið í veg fyrir malar-
burðinn og hefur þó verið mjög brima-
samt á Skálum í vetur. Stöðvast nú
mölin við garðinn utanverðan. Til þess
þó að þetta korni að fullum notum, þarf
að bæta fleiri búkkum á garðinn —
hækka hann lengra fram — svo að ekki
berist möl inn yfir neðan við búkkana,
sem þegar eru settir, en á því er hætta,
á meðan malarkambur er að myndast
utan við garðinn. Er í ráði að hefjast
handa um þessa viðbót á þessu ári.
Þetta verk allt, og að ryðja vörina,
kostar talsvert fé. Hefur nokkuð verið
lagt fram af einstökum mönnum og
margir hafa gefið dagsverk. Hætt er þó
við að örðugt reynist að fullgera þelta
verk án fjárstyrks annarsstaðar frá og
væri vel, ef unnt væri að styrkja þetta
fyrirtæki svo, að það geti lcomið að full-
um notum, þar sem ekki virðist vanta
nema herzlumuninn. Framtíð Skála sem
útvegsstaðar byggist á því, að unnt sé að
verja vörina.
ósérplægni sú er sýnd befur verið við
þetta verk, verðskuldar sannarlega ofur-
litla hjálp til að ná fullkomnum árangri.
Gunnólfsvík: Veiði byrjaði þará2ára-
bátum eftir miðjan maí en nú slunda
þaðan 3 opnir vélbátar og er afli þar
2400 kg. stórfiskur 7200 kg. smáfiskur.
Bakkafjörður: Þar er veiði hafin að-
allega eftir miðjan maí, að eins reynt
áður. Fram til 15. júní héldu þaðan út
4 opnir vélbátar en í júnílok eru þar 8
opnir vélbátar og 4 árabátar. Síld var
þar næg síðast í júní en lítið farið að
nota lóðir því að fiskur gafst vel á færi.
Afli þar í júnilok 9300 kg. stórf., og 26020
kg. smáfiskur.
Á Vopnafirði byrjaði veiði eftir miðjan
maí og er þá stunduð á 8 opnum vél-
bátum. I júní er veíði stunduð á 3 vél-
bátum undir 12 lesta og 9 opnum vél-
bátum. Sfærri bátarnir eru frá Vest-
mannaeyjum og leggja þeir afla sinn
þarna á land í sumar. Veiði í júnílok
10140 kg. stórf. og 56020 smáfiskur.
Borgarfjörður: Þar hófst veiði lítils-
háttar fyrri hluta maímánaðar, eníjúni-
lok er veiði slunduð af 3 opnum vél-
bátum og 3 árabátum. Afli á þessa báta
er 3700 kg. stórfiskar og 30900 kg. smáf.
Seyðisfjörður: í fyrri skýrslu minni,
er þess gelið, að á Hornafirði stundi
veiðar 6 bátar þaðan og er því afli þeirra
talinn þar. Frá Vestmannaeyjum og Akra-
nesi eru til Seyðisfjarðar komnir 12 bát-
ar er ætla að stunda veiði þaðan í sum-
ar. Fram til maíloka stunduðu veiði þeg-
ar flest var, 3 vélbátar yfir 12 lesta, 10
undir 12 lesta og 15 opnir vélbátar, en
í júnílok er bátatala þar þessi: 13 vél-
bátar yfir 12 lesta, 12 undir 12 lesta og
13 opnir vélbátar. Afli í júnílok 194940
kg. stórfiskur 74460 kg. smáfiskur.
Mjóifiörður: Þaðan hafa stundað veið-
ar 2 bátar undir 12 lesta og 20 árabát-
ar. Á þessa báta er afli 15. júní (því síð-
ari hluta júní hefur þar ekkert veiðst)
62800 kg. stórfiskur og 52400 kg. smáf.
Norðfjörður: Þaðan hafa stundað veið-
ar mest 11 vélbátar yfir 12 lesta, 12 und-
ir 12 lesta og 15 opnir vélbátar. Afþess-
um bátum voru 7 við veiði á Hornafirði
og 3 á Djúpavogi. Norðfirðingar hafa því
raunverulega meiri afla en hér verður
talinn. Samanlagður afli þessara báta
heimaveiddur er 362550 kg. stórfiskur og
127530 kg. smáfiskur.