Ægir - 01.09.1933, Page 5
ÆGIR
211
stutt hefðu að þessu máli. Kvað hann
oss nauðsynlegt að eiga sterkan félags-
skap til styrktar útveginum. Samfagnaði
hann Fiskifélaginu, að það hefði fengið
húsið, og jafnframt hinni íslenzku þjóð,
sem á svo að segja allt sitt undir út-
gerðinni. Hann kvaðst nú leggja þetta
hylki þar sem því væri haslaður völlur
í múrnam. Myndi það þá, þótt húsið
væri með öllu úr sögunni, herma kom-
andi kynslóðum, fyrstu drögin að sögu
þess. — Að svo mæltu lagði hann hylk-
ið á sinn stað og kom hornsteininum
fyrir og var þegar gengið frá honum.
Forselifélagsins Kristján Bergsson mælti
þvi næst nokkur orð oggatþess, að sum-
um kynni að virðast það stærilæti, að
Fiskifélagið færi að byggja sér hús, en
svo væri ekki. Hér væri að eíns verið
að leysa úr hinni brýnustu þörf; gaf hann
síðan yfirlit yfir starfsemi félagsins og
hvernig henni væri nú skift, og er það
þannig:
1. Vélfræðideild.
2. Fiskirannsóknadeild.
3. Upplýsingadeild.
4. Bókaútgáfa.
5. Fiskiðnfræðadeild, sem telja má að
þegar sé tekin til starfa.
Hann þakkaði ölium, sem unnið höfðu
að byggingu hússins og bauð síðan gest-
um að skoða herbergjaskipun þess.
Athöfn þessi fór fram í vélasal húss-
ins. —
Á neðstu hæð er vélasalur, ætlaður til
verklegrar kennslu í mótorfræði og leið-
beininga um vélar; einnig eru þarrann-
sóknarstofur fiskifræðings og fiskiðnfræð-
ings. Á næstu hæð eru skrifstofur og
einnig kennslustofa, þar sem mótor-
námskeið verða haldin.
Á efstu hæð eru stórir salir og hug-
myndin er sú, að í þeim verði komið
UPP fiskminjasafni er tímar líða fram.
Svo langt er nú komið, að frá þeim
tíma, að bækistaða Fiskifélags íslands
var í kjallaraholu í Templarasundi, á
það nú sitt eigið veglega hús, tímabilið
er 22 ár og þótt það máske virðistlang-
ur tími, þá er nú takmarkinu náð og
það mun sannast, að húsbygging þessi
breytir allri aðstöðu félagsins til hins
betra.
Umsjónarmaður með byggingunni frá
Fiskifélagsins hendi var vélfræðingur þess
Þorsteinn Loftsson. Margt er eftir að gera
í húsinu enn þá, en þó svo langt kom-
ið, að líklega verður ílult í það í októ-
bermánaðar n. k.
Um markaðshorfur fyrir
fiskimjöl.1
Neyðin kennir naktri konu að spinna
og svöngum manni að vinna, segir mál-
tækið. Kreppuástand og búsáhyggjur neyða
þjóðirnar til að búa sem bezt að sínu
og hvetja þær meira en ella, til að skyggn-
ast eftir arðvænlegum bjargráðum. Is-
lenzkir atvinnuvegir eru ekki margþættir
né heldur standa þeir á gömlum merg,
að þeir þoli mörg áföll, lík þeim, sem
þeir hafa hlotið af núverandi kieppu.
Islenzkur útflutningur, sem á veigamik-
inn þátt i góðri eða slæmri afkomu allr-
ar þjóðarinnar, hefur og rýrnað mjög á
undanförnum árum. Það virðist því vera
full ástæða fyrir okkur íslendinga að
fylgjast vel með nýjungum þeim, sem
gerast í atvinnuháttum nágrannaþjóð-
anna og hafa vakandi auga með mörk-
uðum þeim, sem koma til greina fyrir
islenzkar afurðir, ef vera mætti, að slík
í. Hér er átt við fiskimjöl, síldarmjöl og lifr-
armjöl.