Ægir - 01.09.1933, Síða 6
212
ÆGIR
athugun og árvekni gæti bætt hag okk-
ar að einhverju leyti. í greinarkorni þvi,
sem hér fer á eftir, verður leitast við að
skýra frá þróunarmöguleikum tiltölulega
nýrrar iðngreinar, sem hröðum skrefum
er að vaxa upp meðal nágrannaþjóð-
anna, og sem einnig er orðin veigamik-
ill þáttur í búskaparlífi islenzku þjóðar-
innar. Þessi iðnaðurer: framleiðsla íiski-
mjöls.
Gildi fiskimjöls sem markaðsvara. Það
er langt síðan að tekið var að nota tisk-
úrgang og slor til áburðar. Ýms köfnun-
arefnissambönd, phosphorsúrt kalk og
nokkur önnur efni, sem íiskur inniheld-
ur, erp nauðsynleg bætiefni fyrir jörð-
ina og þýðingarmikil næring fyrir allan
jurtagróður. Þessu höfðu menn snemma
tekið eftir, og því var það, sérstaklega í
nánd við sjávarþorp, þar sem mikið var um
útgerð, að þessi úrgangur, sem áður hafði
verið flestum til ama, varð að eftirsóttri
verzlunarvöru. Með hraðfara framförum
kemiska iðnaðarins, aukinni tækni og
breyttum framleiðsluháttum útgerðarinn-
ar, sem meðal annars neyddu útgerðar-
menn til að nota sem bezt aflann, er
tekið til að framleiða fiskimjöl til skepnu-
fóðurs úr þessum úrgangi, og fiski yfir-
leitt, ef hann einhverra ástæðna vegna
er ekki hæfur til manneldis. Undanfarin
ár hefur og verið unnið kappsamlega að
tilraunum, sem ganga í þá átt að vinna
fiskimjöl til manneldis, og ef trúa má
blaðafréttum, þá mun á þessu sviði þeg-
ar vera um góðan árangur að ræða. Um
leið og tekið er til að nota fiskimjöl til
fóðurbætis og þá sérstaklega sem kraft-
fóður handa naulpeningi, svinum og ali-
fuglum, kemst fiskimjölsiðnaðurinn inn
á nýjar braulir, þar sem stórkostlegir
þróunarmöguleikar virðast bíða hans.
Fiskimjöl það, sem hin ýmsu lönd fram-
leiða, og jafnvel það, sem framleitt er i
sama landi hefur að sjálfsögðu ekki altaf
sömu efnasamsetningu. Hlutföllin milli
hinna einstöku efna fara sumpart eftir
framleiðslu aðferðinni o. s. frv. Almennt
mun þó óhætt að gera ráð fyrir, að efna-
samsetning sæmilegs fiskimjöls sé ná-
lægt þeim hlutföllum. sem hér segir:
Eggjahvituefni: 58°/o—68°/o
Vatn: 120/o-14°/o.
Fita: 2°/q—4°/o.
Phosphorsurt kalk : 17°/o—22"/».
Salt: l°/o-2°/o.
Þessi efnasamsetning fiskimjöls er mjög
vel til þess faliin að gera nautpenings-,
svína- og alifuglarækt arðvænlegri. Þann-
ig er það t. d. sannað, að sé kúm gefið
fiskimjöl, eykst nytin að jafnaði mikið.
Sérhver rúmeining mjólkur inniheldur
nefnilega ca 30—35°/o af hreinu eggja-
hvltuefni, en eins og taflan hér að fram-
an sýnir, er fiskimjöl einmitt mjög ríkt
af því efni. Auk þessa er eggjahvítuefni
það, sem fiskimjöl inniheldur, þýðingar-
mikið fyrir holdafar og vöðvabyggingu
allra þessara dýra. Kalksamböndin, sem
einnig er að finna í fiskimjöli, eru vel
til þess fallin að styrkja bein ungdýr-
anna og hindra auk þess algengan sjúk-
dóm, (Rachitis), sem oft gerir vart við
sig hjá svínum. Fituinnihald fiskimjöls,
að minnsta kosti þess, sem framleitt er
hér í Þýzkalandi er mjög lítið og er slíkt
talinn kostur. Mun það koma til af því,
að mjöl, sem er fituríkt (og sem inni-
heldur mikið af vatni) er illt að verja
skemmdum, ennfremur meiri hætta á að
slík vara verki óþægilega (þráabragð) á
mjólk úr kúm, eða á kjöt af svínum,
sem mikið hafa fengið af feitu fiskimjöli.
Markaðshorjur jyrir fiskimjöl. Hér að
framan hefur verið bent á nokkur atriði,
sem sýna ástæðurnar fyrir þvi, að fiski-
mjöl er orðin eftirsótt markaðsvara. Mun
nú verða leitast við að gefa stutt yfirlit