Ægir - 01.09.1933, Side 8
214
ÆGIR
unni að einhverju leyli eftir því. Hér er
samt við ramman reip að draga, því að
framleiðsluskýrslur eru allar af skornum
skamti, eins og þegar hefur verið bent
á. Þó mun það láta nærri, að ca. 60%
af fiskimjölsútflutningi Norðmanna til
Þýzkalands sé unninn úr síld. 1929 var
ca 70% af því mjöli, sem við seldum
hingað síldarmjöl. Aftur á móti mun
ekkert af því fiskimjöli, sem kemur frá
Bretlandi, sem þó er annar stærsti inn-
flytjandinn, vera unnið úr síld (heldur
er það svokallað whitefish-meal). Töl-
urnar hér að framan yfir inntlulninginn
sýna, að á tiltölulega skömmum tíma
liefur tekist að skapa öflugan markað
fyrir fiskimjöl hér í Þýzkalandi, því að
útflutningur héðan er sáralílill. Árið 1932
var hann 6800 tonn fyrir 1,6 milj. rikis-
rnörk. Útflutningur þess var einkum til
Austurríkis, Sviss og Tékkóslóvakíu. Allt
fram að þessu hafa þessi lönd notað lít-
ið af fiskimjöli, en kunnugir telja, að
þar muni góða markaði að finna þegar
eitthvað fer að rofa til í búslcaparlífi
þeirra. — Undanfarin tvö ár virðist, eft-
ir innflutningnum að dæma, að þýzka
markaðinum hafi hrakað mikið. Aftur-
kipp þenna má samt ekki taka of alvar-
lega, því að telja má, að hann sé meira
kreppunni að kenna, en að vinsældir
fiskimjöls fari hér almennt þverrandi. Hið
iskyggilega mikla verðfall, sem virðist
hafa orðið 1932 er og sumpart þannig
tilkomið, að flest þau lönd, sem selja
fiskimjöl til Þýzkalands hafa lækkaðgengi
sitt að mun gagnvart markinu. Fyrir
þessa sök lítur verðfallið stórkostlegar út
en það í rauninni er. — Til athugunar
þeim, sem selja fiskimjöl hingað til Þýzka-
lands, má geta þess, að eftirspurnin eft-
ir þessari vöru er mest að haustinu, og
nær hún að jafnaði hámarki sínuíoktó-
ber. Annars er eins og gefur að skilja á
öllum tímum árs einhver eftirspurn eft-
ir fiskimjöli.
Holland. Búskap Hollands er á þann
veg háttað, að markaðsskilyrði fyrir fiski-
mjöl eru þar mikil fyrir hendi. — Hin
mikla nautpenings-, svina og alifugla-
rækt leiðir af sér mikla eftirspurn eftir
hverskonar fóðurbæti. Hollenskir bænd-
ur hafa og á síðari árum gertsérfarum
að auka framleiðslu sina með bættum
fóðrunaraðferðum og aukinni kraftfóður-
notkun. Innflutningsskýrslurnarsýna þetta
talsvert greinilega. Árið 1926 var þannig
fluttur inn fóðurbætir fyrir 420,000 doll-
ara, 1930 fyrir 2,686,000 dollara. Drjúg-
ur skerfur af þessu er fiskimjöl, enda
hefur notkun þess aukist ár frá ári, eins
og innflutningstölur þær, sem hér koma
á eftir sýna :
Ár Tonn Gyllini
1928 ........ 11 876 2 327 000
1929 ........ 15 074 2 817 000
1930 ........ 21 030 3 892 000
Útflutningur HoIIands á fiskimjöli er
óverulegur. Þannig var árið 1930 flutt út
þaðan 753 tonn og var það rúmum 100
tounum meira en árið áður. Fiskimjöls-
innflutningur sá, sem hér er sýndur,
kemur að sjálfsögðu víða að. Árið 1930
kom frá Noregi 7 700 tonn, frá Bret-
landi 5 420 tonn, frá Canada 2 597 tonn
og frá Bandarikjunum komu 2 298lonn.
ísland hefur á síðari árum selt dálitið á
hollenzka markaðinum, 1930 t. d. 160
tonn, og er það lítilsháttar meira en með-
altal undanfarinna ára. Fiskimjölsfram-
leiðsla er lítil í Hollandi og fulínægir að
eins litlum hluta af heimamarkaðinum,
eða nánar tiltekið ca. 16% árlega. Þær
átta verksmiðjur, sem 1931 eru taldar
að vera í landinu, framleiða samtals að
eins 3—5 þúsund tonn ári. Um veruleg-
an vöxt þessa iðnaðar í Hollandi mun á