Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1933, Side 9

Ægir - 01.09.1933, Side 9
ÆGIR 215 næstu árura vart að ræða, því að þrátt fyrir talsverða útgerð í landinu, virðist skortur, eða að minnsta kosti ógreiður aðgangur að hráefnunum, vera hér þránd- ur í götu. Auk þessa kemur hér til greina að bannað er að byggja fiskimjölsverk- smiðjur í eða nálægt helztu útgerðar- bæjunum, vegna ódauns, sem talið er að fylgi þessum iðnaði. Hollendingar gera strangar kröfur til fiskimjöls þess, sem þeir kaupa. Þannig leggja þeir mikið upp úr þvi, að það líti vel út, sé sérstaklega vel Ijóst á litinn, að eggjahvítuefnisinni- hald þess sé ekki minna en 60°/'o, að salt sé ekki yíir 2% að fituinnihaldið sé eins lítið og hægt er, í öliu falli ekki yfir 4°/o, og loks að það sé vel hreint (ekki sandur í því). Að því er virðist. vilja Hollendingar siður það fiskimjöl, sem unnið er úr síld, að minnsta kosti er það mjöl, sem unnið er úr öðrum hráefnum að jafnaði verðhærra. Verzlun með fiskimjöl í Hollandi er þannig hátt- að, að innflytjendur og kaupmenn þar í landi kaupa helzt ekki stærri sendingar í einu en 50 — 100 tonn — sé um stærri »parti« að ræða kemur vart annað en umboðssala til greina. Bandaríkin. Fiskimjölsiðnaður Banda- rikjanna stendur mjög framarlega. Verk- smiðjurnar eru þar margar vel úr garði gerðar og framleiðsluaðferðir allar mjög fullkomnar, enda er látið mikið af gæð- um ameriska fiskimjölsins. Innlenda fram- leiðslan er mjög mikil, en megnar þó ekki að fullnægja innlenda markaðinum, sem talinn er að vera annar stærsti fiski- mjölsmarkaður í heimi. Árið 1929 voru hér framleidd 87 635 tonn. virt á $ 4 870 þús. gegn 80 681 tonnum á $ 4 334 323 árið 1930. Útflutningur er tiltölulega lít- ill, enda hafa Ameríkumenn gert sér lít- ið far um að vinna erlenda markaði, þvi að sölumöguleikar eru nógir fyrir hendi heima fyrir. Innflutningur er aðallega frá Canada og síðustu árin einnig frá Japan. Frá Canada kom sem hér segir: árið 1929 13 063 tonn, 1930 7268 tonn og 1931 13 030 tonn (árið látið enda í marz). Frá Japan kom árið 1930 10 300 tonn, þar af 2 800 tonn guano. Það má vafa- laust gera ráð fyrir því, að markaður fyrir fiskimjöl eigi eftir að vaxa stórkost- lega í Bandarikjunum, þvi skilyrði öll virðast vera þar fyrir hendi. íslendingar munu því gera vel í þvi að hafa vak- andi auga með markaði þessum. Breiland. Aðsetur brezka fiskimjöls- iðnaðarins er aðalllega á austurströnd Skotlands, nálægt Aberdeen og svo í North Shields, þar sem félag brezkra fiskimjölsframleiðenda hefur bækistöð sína. Pessi iðnaður hefur verið rekinn í Bretlandi yfir 20 ár og er nú orðinn talsvert öflugur, þótt við ýmsa erfiðleika hafi verið að stríða. Fyrstu árin sem þessi iðnaður var stundaður, var fram- leiðslan einkum send á þýzka markað- inn. 1913 voru 30 þús. tonn (af 40 þús. tonna heildarframleiðslu) seld til Þýzka- lands. En 1914 skellur stríðið á og þar með eru Bretar neyddir til að leita á aðra markaði með fiskimjöl sitt. Hinn almenni vöruskortur, sem samfara var ófriðnum, gerði þeim auðvelt að selja framleiðslu sína á heimsmarkaðinum. Brezkir bændur höfðu fyrir stríð notað mikið svo nefndar olíukökur til fóður- bælis, sem á stríðstímanum urðu næsta ófáanlegar. Þetta varð vatn á myllu fiski- mjölsframleiðenda, því að nú er hvar- vetna tekið að nota fiskimjöl i stað olíu- kakanna. Að ófriðnum loknum breyttist þetta fljótlega, því að nú snúa bændur bakinu við fiskimjölinu og taka aftur að nota olíukökurnar. Þetta olli talsverðum afturkipp í bili, en Bretar leituðu brátt á fyrri markaði með þessa vöru sína,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.