Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1933, Page 13

Ægir - 01.09.1933, Page 13
ÆGIR 219 stigi í heiminum. Árlega eru reyndar nýj- ar vélar, teknar upp bættar framleiðslu- aðferðir og unnið að ýmsum endurbót- um á þessari vöru. Hættan sem í þessu liggur fyrir okkur íslendinga er sú, að við getum fjárhagslega ekki fylgst með þessum nýjungum. Brautryðjendur og forystumenn þessarar ungu iðngreinar á Islandi, munu því gera vel, ef þeir starfa að uppbyggingu og aukningu þessa iðn- aðar með gætni og forsjálni. Iíiel í byrjun júlí 1933. Oddur Guðjónsson. Geir Sigurðsson sextugur. Hinn 8. september varð skipstjóri Geir Sigurðsson sextugur — og ekkert lát á honum að sjá, og virðist því ekki ástæða til að skrifa um hann eftirmæli. Hann er einn af stofnendum Fiskifé- lags íslands, og hefur setið í stjórn þess ávallt síðan. Ýmsum trúnaðarstörfum hefur Geir gegnt fyrir bæjarfélagið. Um tíma átti hann sæti í bæjarstjórn Reykja- víkur og niðurjöfnunarnefnd, ennfremur í hafnarnefnd og hefur átt sæti í sjó- dómi Reykjavíkur frá því hann var stofn- aður. Hann byrjaði fyrstur skipstjóra hér að stunda síldveiðar með reknetum í Faxaflóa og sá um verkun á síld, sem send var til útlanda — og er oflangt mál að telja upp framkvæmdir þær, sem Geir hefur verið viðriðinn, en hvervetna hef- ur hann áunnið sér traust þeirra, sem hann hefur unnið með. Það munu aðeins hans nánustu og einkavinir vita, að hann mun hinn fróð- asti skipstjóri þessa bæjar um fiskisögu hans, ekki svona út í loftið, að geta tal- að með og gefið sitt innlegg, þegar slíkt er til umræðu, heldur hefur Geir skrifað merkileg plögg, eftir því sem viðburðir og breytingar gerðust, og getur slegið upp í sínum bókum og tekið af skarið um ýms atriði, sem deilt er um, og allt er það skráð með prýðilegri rithönd, en svo gamaldags er þó Geir, að enn skrif- ar hann nafnið sitt svo, að allir geta les- ið það og fylgist þar illa með móðnum. Hann er einnig mjög vel að sér í öðr- um íslenzkum fræðum og fleiru. — En á hilt ber ekki síður að minnast, að öllum sem Geir kynnast, þykir vænt um hann, enda er hann vinur vina sinna, sáttfús mjög og manna skemmtilegastur í við- kynningu. Vinir hans héldu honum veglegt sam- sæti á afmælisdeginum og hér með er honum óskað farsællar framtíðar og langra lífdaga. s/o 1933. Svb. E.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.