Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1933, Page 14

Ægir - 01.09.1933, Page 14
220 ÆGIR Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Barcelona 28. ágúst 1933. Avenida Victor Hugo, 6—5. Um þessar mundir eru Spánverjar nokkuð hugsi um verzlunarjöfnuð sinn, eins og margar aðrar þjóðir. Hafa verið skipaðar nefndir til að athuga verzlun- arjöfnuðinn við ýms lönd, og er Island meðal þeirra. Nefnd sú, sem fjallar um verzlunina við fsland, skilaði áliti fyrir mánuði síð- an, og er það dagsett 29. júlí. Hef ég frétt nokkuð úr því, en ekki getað feng- ið það til yfirlesturs, því enn sem kom- ið er, telst það Ieyndarmál. Skilst mér, að þar séu tekin til athugunar viðskipti Islands og Spánar, samkvæmt þeim skýrslum, sem fyrir liggja hér. Sem fylgi- skjöl eru töflur, teknar úr verzlunar- skýrslum spönsku hagstofunnar, um hvernig viðskiptum sé háttað, og verzl- unarsamningur sá, sem nú er í gildi. En sem kunnugt er skuldbindur hann fs- lendinga til að leyfa innflutning á vínum, og gera þannig undanþágu frá lögum um aðflutningsbann á áfengi. Þar sem ég hef ekki haft tækifæri til að lesa álitsgerðina, veit ég ekki með vissu um niðurstöður nefndarinnar, en hefur skilist, að þær séu á þá leið, að ísland hafi enn þá ekki uppfylt loforð sitt um það að afnema takmarkanir á sölu vína. Byggir nefndin þetta á því, að samkvæmt spönskum útflutnings- skýrslum, hefur ekkert af vínum flutzt til íslands, leggur nefndin því til að senda verzlunarnefnd til Islands í haust eða vetur, til að kynna sér þetta mál til fulln- ustu, og gera athuganir á því, hverjar vörur íslendingar geti keypt frá Spáni. Að loknu starfi þeirrar nefndar má bú- ast við, að settar verði reglur um við- skiptin, og ef til vill einhverjar hömlur lagðar á gjaldeyri, sem greiða á út úr landinu fyrir íslenzkan saltfisk. Að minnsta kosti for svo í fyrra, að gjaldeyrisnefnd- in stöðvaði greiðslur fyrir tyrkneskar vörur um nokkurt skeið, þangað til nýr samningur var gerður 2. nóvember. Er Spánverjar athuga verzlunarjöfnuð sinn við fsland, stendur hann svo, sam- kvæmt hinum opinberu verzlunaskýrsl- um: Ár Innllutt Útflutt Mismunur gullpes. gullpes. gullpesetar 1925 » 348 816 + 348 816 1926 26 269 672 » - 26 269 672 1927 34 341 063 739 872 - 33 601 191 1928 37 799 481 164 752 - 36 634 729 1929 31 679 738 1 313 188 - 30 366 550 1930 31 507 195 1 569 661 - 29 937 534 1931 13 354 516 724 584 - 12 629 932 1932 12 612 591 574 861 - 12 037 730 Um þessar tölur er það að segja, að þær ná ekki lengra aftur í tímann, vegna þess, að fram til ársins 1925, var verzl- un íslands innifalin í verzlun við Dan- mörku, en það ár var fyrst farið að geta íslands sérstaklega. En þessar tölur ber að taka með nokkurri varkárni, því fram til ársloka 1930 reiknaði spanska hag- stofan verðmæti útflutnings og innflutn- ings eftir ágizkuðum tölum, en ekki eft- ir raunverulegu verðmæti þeirra. Til dæmis var reiknað með, að 100 kg. af saltfiski kostuðu 108 gullpeseta árin 1925 og ’26, 99 gullpes. árin 1927 og ’28, 101 gullpes. árin 1929 og ’30. Gilti þetta verð jafnt fyrir flskinnflutning frá fslandi og Newfoundlandi, enda þótt verðmunur á fiski frá þessum tveimur löndum mun- aði stundum helming. Kom greinilega í Ijós hve fráleit þessi regla hafði verið, er henni var breytt, þvi samkvæmt skýrsl-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.