Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1933, Side 17

Ægir - 01.09.1933, Side 17
ÆGIR 223 lega í verði mælt á okkar mynt. Nú er enskt pund 38—39 pes. virði (pesetinn 58 aurar), en í fyrra um þetta leyti var pundið 43 — 44 pes. og í hitteðfyrra 56 — 57 pes., svo þá var pes. 50 og 39 aura virði. Hefur þessi hækkun auðvitað auk- ið erfiðleika með sölu til mikilla muna, og eitt af því, sem Spánverjar vona að geta dregið úr, með nýjum verzlunar- samningum. En auðvitað gætir þessarar hækkunar ekki fyrir þær vörar, sem hvort eð er koma héðan annaðhvort um Frakkland eða Þýzkaland. 1 fyrra sumar athugaði ég nokkuð möguleikana á, að nota spönsk skip til flutninga meira en verið hefur. Var ég að velta því fyrir mér, hvort ekki mundi vera hægt að fá einhverja toll-ívilnun, fyrir þann fisk, sem fluttur er með spönskum skipum, næst þegar gera þyrfti viðskiptasamning við SpáD. Þetta er nú veitt í Portúgal, og er uú gefinn 8% af- sláttur af tollinum, er verkaður fiskur er fluttur á þeirra eigin skipum, en 30°/o ef um óverkaðan fisk er að ræða. — Virtist mér hugsaulegt, að stjórn sú, sem nú situr að völdum, vildi eitthvað slaka Al á tolli á almennri neyzluvöru, er at- vinna fengist fyrir farmenn, sem nú eru iðjulausir, og leiga fyrir skip, sem bíða flutnings. Atvinna mundi eitthvað auk- ast, en seléndur og neytendur skiptu á ®illi sín toll-lækkuninni, þannig, að verð ftuindi lækka eitthvað innanlands, en sala aukast, ef almenningur fengi fiskinn lægra verði. En farmgjöld renna til Spán- ar. í stað Noregs áður. Alls eru á Spáni 542 flutningaskip, samtals 1 146 133 lestir. Sést því að með- alstærð skipanna er rúmlega 2000 lestir, sem er heldur mikið fyrir þessa flutn- inga okkar. Eiga Spánverjar ekki mikið af skipum af heppilegri stærð fyrir okkur, en þó nokkuð, Sagði spanskur skipa- miðlari mér að allt af mundi vera hægt aðfá skip af heppilegri stærð, með nokkr- um fyrirvara. Hélt hann að þessir flutn- ingar væru nokkuð gróðavænlegri, en þeir munu vera, og færði fram sem rök, að það væru allt af sömu skipin, sem væru í þessum flutningum, og liti það þvi ekki út fyrir, að vera tap á þeim, eins og mörgum öðrum flutningum. — Á Íslandí var mér sagt, að iðulega hafi verið leitað til með tilboð á flutningum, en þau allt af reynst mun dýrari, en til- boð frá Noregi. Vegna hinna miklu salt- flutuinga til Islands, ætti þó að vera hægt að nota all-stór skip, eins og Spánverjar eiga, og þau að geta tekið saltfisk til baka, þó ekki fengju þau fullfermi. Athugaði ég hvaða skip lágu iðjulaus i Bilbao þann 31. júlí í fyrra. Voru það 43, en til samans, 122 951 br. 1. Höfðu flest þeirra verið bundin lengi. Eftirstærð skiptust þau svo: Yfir 4 000 lest. voru 5 skip alls 25 504 lest. — 3- -4 000 - — 17 — — 58 764 - — 2- -3 000 — — 10 — — 24 469 — — 1500- -2 000 — — 7 — — 11 508 — undir 1 000 — — 4 — — 2 706 — Er þessi dagur tekinn af handahófi og lágu 7 skip af heppilegri stærð fyrir okkur ónotuð, og 10 í viðbót af not- hæfri stærð. Síðan hefur aðstaðan breyzt nokkuð við það, að Islendingar eru farnir að flytja út fisk sinn á íslenzkum skipum. Mun í ráði að kaupa þriðja skipið í við- bót við þau tvö ^), sem fyrir eru og höf- um við þá rúmlega þriðjung af þeim skipastól, sem þarf til að geta flutt út allan fiskinn á íslenzkum skipum. Fyrir búskap okkar er breyting í þessa átt mjög heppileg, því afli sá, sem íslenzku 1) Hér mun átt viö gufuskipið »Örn«, sem pó gengur undir sænsku flaggi. K. B.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.