Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1933, Qupperneq 18

Ægir - 01.09.1933, Qupperneq 18
 224 ÆGIR fiskimennirnir flytja á land, er orðinn svo stórkostlegur, að frá sölu-sjónarmiði, er mjög heppilegt, að sjómenn okkar fái frekar atvinnu við flutninga, en við veiðar, því aukning þeirra hefur mjög slæm á- hrif fyrir hinn þrönga markað, sem við höfum fyrir saltfiskinn. Enn eru því miklir möguleikar fyrir íslenzk skip, enda þótt eitthvað af flutningnum færðist yfir á hendur Spánverja. Að öllu athuguðu er úr nokkuð vöndu að ráða með viðskiptin milli Spánar og Islands, því okkur er erfitt um að auka þau til stórra muna, þó að sjálfsögðu megi kaupa meira beint frá Spáni, en nú er gert. En fyrir lilla þjóð, með ein- hæfa atvinnuvegi, en fjölbreyttar þarfir, er ertitt að kaupa allar sinar nauðsynjar i einu eða tveimur löndum. Bezta sýnis- horn þess er það, að þrátt fyrir þann óhagstæða verzlunarjöfnuð, sem Spánn hefur við Island, hafa Islendingar keypt fyrir 6,15 gullpeseta á ári á mann af Spánverjum síðastliðin tvö ár, en Spán- verjar, sem eru 225 sinnum fleiri, hafa keypt fytir 0,58 gullpeseta af okkur. Neyzlan af fiski hefur verið nokkuð betri í ár en í fyrra, sérstaklega í Bilbao. Þar sem við hölðum ekki flutt nema 2—300 leslir aí fiski til Bilbao í fyrra um þetta leyti, erum við nú búnir að flytja þangað yfir 5 000 lestir. — Hér í Barcelona er neyzlan einnig heldur betri og taldtst þó góð í fyrra. Ættum við að geta notið þess eitthvað, að fiskiveiðar Norðmanna hafa verið með minna móti, bæði á okkar vanalegu mörkuðum og eins í Suður-ltalíu, því veiði-bresturinn hefur aðallega komið niður á harðfisk- inum, og eru til miklu minni birgðir af honum en í fyrra, og hefur verðið því hækkað um ca. 30°/° á dýrari tegundum hans, en um 50 °/o á þeim ódýrari. Saltfisksverðið er þó mjög lágt og telja innflyténdur, að þeir tapi á hverjum pakka. Er Faxaflóa-fiskur seldur á 82— 86 peseta vættin. Er aðallega eftirspurn eftir honum og segja smá-salarnir mér, að það sé vegna þess, að hann þurfi minni tíma til að missa saltið en hinn þykki fiskur, að austan og norðan, en þeir þora naumast að láta fiskinn liggja í þrjá daga í þeim miklu hitum, sem nú eru hér. Það litið sem selst af norðan og austan fiski, er selt á 94 pes. væltin. Færeyskur fiskur er seldur fyrir 100—102 pes., sama stærð og við seljum, en fyrir 110—115 pes., ef 15—18 eru í pakka. Þetta sumar hefur kennt Barcelona- kaupmönnum, að vara sig á Færeyja- fiskinum um há-sumarið, þvi mjög mikið af honum hefur soðnað til muna, að því er sagt er. Sagði einn miðlarinn mér, að hann hafi fengið 37 kvartanir á ein- um degi, um fisk, sem hann hafði selt. En um það leyti seldi hann aðallega færeyskan fisk. lslenzki fiskurinn hefur þolað hitann miklu betur, og mun ekki hafa soðnað einn einasti pakki af farmi Heklu. At- hugaði ég hvernig fiskurinn bafði þolað ferðina, þegar Hekla kom, og virtist hafa farið mjög vel um hann, enda er tré- þilfar á skipinu. Hafði efsta pakkalagið volgnað dálítið, en pakkarnir sem neðar voru reyndust svalir viðkomu. í Varild hafði aftur á móti soðnað allmikið í því sem efst var, enda var hitasvækja undir þilfari, sem er úr járni, þó svalara væri í botni lestarinnar. Munaði þaðognjiklu að Hekla kom hingað beint, en Varild haft viðkomu á þremur höfnum. Hlýtur það alltaf að vera nokkuð varasamt að láta skip, sem hefur linþurkaðan fisk til Barcelona, þurfa að tefja marga daga með opnar lestar, heitasta tímann hér á Spáni.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.