Ægir - 01.09.1933, Síða 24
230
ÆGIR
„Mauretania".
Það hefur flogið fyrir, að Cunardlínu-
skipið »Mauretania« muni innan skamms
gera tilraun til að setja nýtt met á leið-
inni milli New-York og Englands (South-
hamton)). Meti þessi hélt »Mauretania«
mestan tíma á ferðum sínum nefnda leið
og er skipið nú 26 ára gamalt, en svo
sigraði hið mikla skip »Bremen« í sam-
keppni bessari eða sem það er vanalega
nefnt, öðlaðist »hið bláa band«, en varð
síðar að sjá af þvi er hið italska skip
»Rex« sigraði. Met »Mauretaniu« var 4
sólarhringar 21 klukkustund og 44 mín.
Met Bremens 4 sólarhringar 15 klukku-
stundir og 50 mín. og Rex 4 sólarhring-
ar 13 klst. 58 min. »Mauretania« telst nú
gamalt skip, en nafn þess mun seint
gleymast, þvi smíði þess er meistaraverk
og óvíst hvort slíkt skip verði nokkurn-
tíma smíðað framar.
Bað eru að eins þeir, sem vinna á hin-
um miklu skipum, sem vita hvílíkt erfiði
krefst til þess að knýja 30 þús. tonna
skip 25-30 sjómilur á klukkustund
gegnum sjóinn og margir af starfsfólki
þessara skipa, vita það ekki, eða gera
sér litla grein fyrir því, en þeir sem vita
það, og reyna er vélaliðið.
Fyrir nokkru hitti fyrsti vélstjóri á
»Mauretania«, Mr. Edward Barton kunn-
ingja sinn, Mr. Jack Campbell, fyrsta
vélstjóra á skipinu »Lancastria«, sem
verið hafði á »Mauretania«. Voru þá
bæði skipin nýkomin til New-York og
höfðu hreppt ofsaveður á hafinu. Talið
vék brátt að »Mauretaniu«, sem þrátt fyr-
ir storminn kom á áætlunartíma.
Þetta er hið versta veður, sem ég hef
verið úti í á hafinu, sagði Mr. Barton,
en á slíku skipi sem »Mauretania« er,
verða menn lítið varir við ofviðrin, en
sú var tíðin, að maður varð stöðugt að
vera tilbúinn við spjaldið til þess að
minnka snúningshraða vélanna í hvert
skipti sem skrúfurnar lyftust upp úr sjón-
um til þess að þær mölvuðu ekki öxl-
ana.
Nú er þetta öðruvísi eftir að sjálfvirk
tæki annast þetta.
Já, það var þegar við brenndum kol-
um greip Mr. Campbell fram í, munið
þér eftir þegar kyndararnir stóðu í röð-
um og jusu með vatnsfötum, þegar kola-
mylsnan hafði komist í dælurnar og gólf-
ið í vélarúmi flóði í leðju af sjó, kolum
og olíu. Nú er þetta einnig úr sögunni,
síðan hætt var að kynda með kolum og
olía komin í staðinn.
Það er vist, að við vélamenn áttum
þá, eins og við eigum enn, ekki hvað
siztan þátt í þvi, hversu allt fer vel úr
hendi, sagði Mr. Barton, en þó er okkar
sjaldan getið. Það eru karlarnir á þilfar-
inu, sem heiðurinn fá fyrir eitt og ann-
að. Lítum nú t. d. á dagbók »Maure-
taniu« í ágústmánuði 1929, þegar hið
22 ára gamla skip bætir við met sitt,
eða setur nýtt met og var í þann veg-
inn að halda því fyrir hinu nýja og
stærra skipi »Bremen«. Það er vegna
þess, svaraði Mr. Campbell, að skipið var
smíðað á þeim tíma, þegar skipasmíða-
stöðvar vildu sýna, að þær létu að eins
frá sér fara fyrsta flokks skip.
Þetta er rétt sagði Mr. Barton og
»Mauretania« er enn eins gott skip og
hún hefur verið, jafnvel bétri og enginn
veit hvað lengi hún endist. Lítum nú á
bætti hann við, »Mauretania« hefur 70
þúsund hestöfl og er 31 þús. tons. Við
keppum við »Bremen«, sem er nýtt skip
og hefur 140 þús. hestöfl, en er að eins
9 þús. tonnum stærra og erum að eins
fám klukkustundum á eftir. Hvaða jöfn-
uður er það?