Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1934, Side 9

Ægir - 01.10.1934, Side 9
ÆGIR 211 eigi var auðið að geravið hana °g fýlan var svo megn, að skipverjar urðu að hafa trefla fyrir munninum meðan þeir voru að losa flikkið úr vörp- unni, því daunninn ætlaði þá að kæfa. I vélarúmi var fylan svo raegn, að vélamenn urðu að binda klúta fyrir vitin til að geta andað. — Slíkir dræltir eru orðnir almennir í Faxa- flóa og er ekki ólíklegt, að fylan, sem þeim fylgir, sé baettuleg fyrir heilsu flski- wanna. Ekki minnist skip- stjórinn á aflatregðu í sam- bandi við þennan niðurburð, en hér í Reykjavík er skipstjóri, sem þekkir Harry Wick vel og i fyrra sumar hittust þeir i Grimsby, var H. Wick þá nýkominn frá Islandi. Fá gat hann þess, að vart kæmi fiskur í vörpuna á þeim stöðum bvalflikkin sem væru á reki eða i botni. Hluti af vélasal í húsi Fiskifélagsins »Hofn«. Annað vélfræðinámsskeið er um þess- ar mundir haldið á Húsavik og veitir því forstöðu vélfræðingur Guðmundur Porvaldsson. F*að var sett hinn 15. okt. og sækja það 16 menn. Haraldur Sigurðsson, forstöðumaður Elliheimilisins andaðist eftir uppskurð hinn 13. október. Vélfræöinámsskeiö. Hinn 11. dag október 1934, setti vél- fræðingur Fiskifélagsins, Þorsteinn Lofts- son, námsskeið það, sem ákveðið varað balda skyldi í Reykjavik í haust. Náms- skeiðið sækja 30 menn. Munnleg kennsla fer fram i fundarsal hins nýja húss, vegna þess hve margir sækja námsskeiðið, en verklega kennslan fer fram í vélasal þess. Sjóréttardómur í Bremerhaven. í 5. tbl. Ægis 1934 bls. 123, var skýrt frá sjóréttarprófi, sem haldið var í Brem- erhaven yfir fyrsta vélstjóra Skorup á botnvörpuskipinu Wodan, sem sökk út af Reykjanesi hinn 26. febrúar s. 1. Ját- aði Skorup fyrir réttinum, að hann hefði verið valdur að sljrsinu og að maður að nafni Kuhr, hefði komið sér til þess með loforðum um atvinnu og auk þess skyldi hann fá 10 þúsund mörk í peningum, ef hann sökkti skipinu. Dómur hefur nú verið uppkveðinn í málinu og féll hann þannig, að Johann- es Skorup var dæmdur í fangelsisvist í 6 ár og missi borgararéttinda í 5 ár, en Kuhr var dæmdur i 9 ára fangelsi og missi borgararéltinda i 10 ár.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.