Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1935, Síða 3

Ægir - 01.08.1935, Síða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS I S L A N D S 28. árg. Reykjavík. — ág'úst 1935 Nr. 8. Skýrsla íiskifulltrúans á Spáni. Barcelona, 29. júní 1935. Avenida Pablo Casals. í júní liefur flskmarkaðurinn yfirleitt verið dauí'ur hér á Spáni. Fyrra árs fisk- ur selst að jafnaði illa, þegar farið er að hitna í veðri og hann hefur tapað lit og orðinn gulur. Smásalarnir setja þá ein- hver hleikjandi efni í vatnið sem fisk- urinn er bleyttur í, lil að liann verði blæ- fallegur, en þau spilla hragði fiskjarins mjög. Mun liafa verið meiri lirögð að þessu í ár en undanfarin ár, og voru margir smásalar kærðir fyrir þetta nú fyrir skömmu, því það ér ólöglegt. Sýn- h' þetta að okkur er ekki til neins að ætla að halda aftur nýja fiskinum, þang- að til búið er að selja' gamla fiskinn, því hann selst ekki og við töpum mark- aði á því. Neyzlan hér er mest þegar fiskurinn er nýr og hrágðgóður, í júní, julí og ágúst og þá er aðalsölutíminn. Fkki er hin takmarkaða neyzla þó ein- göngu talin stafa áf gamla fiskinum, held- ur einnig af því að rauðaldinin, sem hann er matreiddur með, eru dýr, því vorið var kalt, en í júní komu ofsahitar. Er Columbus kom með nýja fiskinn, færðist mikið fjör í markaðinn og er ís- lenzkur fiskur nú seldur 2—4 pesetum hærra en norskur fiskur hefur verið seldur fyrir undanfarið. Er lítið orðið eftir af norska fiskinum, nema hjá ein- um innílytjanda. Hefur hann yfirleitt verið talinn góður í vor, en nokkuð misjafnt metinn og selst því ekki fyrir sama verð og íslenskur fiskur. Yar ver- ið að hugsa um að senda léttverkaðan norskan fisk hingað í kæliskipi, en þar sem von var á nýjum íslenzkum fiski, tóku innílyljendur þeirri uppástungu fremur dauflega, og hefir lnin legið í þagnargildi nú um hríð,og liygg ég,aðhúið sé að gefast upp við framkvæmd hennar. Fiskurinn, sem hingað kom með Col- umbus, þótti góður og líkaði vel. Skip- ið fékk góða ferð og íljóta, og fiskurinn fór vel í því, að minnsta kosti það al' honum, sem hingað kom. Sumum þótli hann fullmikið þurkaður, en ílestir hafa þó játað að það sé mikil áhætta, að senda minna þurkaðan fisk um þetta leyti árs, þegar mikilla hita er von hér syðra. Enda voru deigir blettir á um- búðum ílestra pakkanna. Hefi ég séð einstaka fiska sem voru rétt byrjaðir að gulna, en þeir munu undantekning því yíirleitt mun fiskurinn ekki hafa breytt lit neitt verulega. í Billiao hefir markaðurinn verið mjög rólegur og engar verðbreytingar orðið þar síðustu fjóra mánuðina. Iiefir sam- keppnin þar aðallega staðið milli Norð- manna og Færeyinga, því við höfumlít- ið senl þangað síðan í aprilbyrjun, er þangað lcomu 230 lestir frá íslandi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.