Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1935, Page 11

Ægir - 01.08.1935, Page 11
Æ G I R 169 Harðfisk-trönur í Hafnaríirði. róðrum og má heita að varla liafi gefið á sjó í sumar, þar til í byrjun ágústmánaðar. Tveir bátar frá Þór- kötlustaðahverfi liafa lag't skötulóðir í sumar ogfeng- ið hæði lúðu og skötu, en þó minna cn undan- farin ár. Lúða og ýsa er Jlult til Reykjavíkur á bil- um, lúðan þar seld fyr- ir 63 aura kiló, en ýsa fyrir 10—12 aura kilo, en seld er sama lúða í Revkja- vik fyrir 60 aura pundið og ýsa 20—25 aura pundið. Það er sæmileg álagning. Fiskur var enginn hertur i vetur, trönum litið eitt komið upp, en unnið að því nú. Hinn 19. ágúst losaði »Skaftfellingur« 450 tn. af síld, við bryggjuna í Járn- gerðarstaðaliverfi; ílutti hann hana að norðan og fór hún þegarí frystihús Ing'i- mundar Olafssonar. Menn héldu að síld væri fyrir landi, því hæði fundust 2 sild- ir í lúðumaga, hinn sama dag og svo sást súluger, en útlninað til reknetaveiði vantar; að vísu eru lil nokkur síldarnet, en kaball er enginn; var kominn hugur í suma að reyna líVort síld fengist ekki i net. Bryggjan í Járngerðarslaðahverfi, er hin myndarlegasta, úr steinsteypu og vel lireið. Ef vel hefði verið, ætli hún að vera 30—50 cm hærri en hún er, vegna sjávargangs, en dýpi er gott við hana, og mikið skjól er af garði þeim, sem steyptur er fyrir vestan hana; væri hann lengdur um 15—20 metra, væri sem i tjörn við hryggjuna. Báðum meg- in hennar er trjám fest þvers yfir var- irnar eða fastir hlunnar og á þeim eru skipin sell upp og ofan og er það hið mesta þing. Þessir stokkar ná langt fram með bryggjunni og að vestan alla leið, út undir enda hennar. Önnur bryggja er á Þórkötlustaðanesi, vel há, en þó ekki örðug og er lalin á- gæt. Þar er þraulalending. Þriðju hryggj- una er verið að steypa i Staðarhverfi. íslnis Ingimundar Ólafssonar tók áð- ur 1000 tunnur af síld, en hefur verið stækkað og cr nú talið, að það taki um 1200 tn. Þar eru frystivélar. Bátatryggingarfélag Grindvíkinga er starfandi; var það stofnað fvrir tveim árum. Það endurtryggir ekki. í Grindavík ern 5 lýsisbræðslur, þar af 2 aðalbræðslur. Fyrir lifur var greitt sl. vertíð, 17—18 aurar fyrir líler, lirogn 6—10 aura liter. Fiskbein keypti Emil Rokstað fyrir 140 kr. tonriið, ílutt að verksmiðju í Reykjavik, annars var verð 100 kr. lonn. Beitukostnaður varð 8—10 kr. á hvert skpd. og jafnvel meira. Ford-benzínvélar eru í ílestum bátum. Hafa þær reynzl hinar gagnvissustu, en þykja fremur benzínfrekar. Tíu ha. Solovélar eru í 3 hátum og eyddi hver á vcrtíðinni 250 kr. í olíum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.