Ægir - 01.08.1935, Blaðsíða 14
172
Æ G I R
kom fram í maí. í fyrravor var aílinn á
Suðureyri talinn 160 smál. og auk þess
var nokkuð látið í ísfisktogara í júlí.
Bátatala svipuð nú og þá, 4 vélh. og 4
smávélbátar.
Bolungavík. Um 300 smál. þar til i
júlí. 17 vélb. gengu þaðan jafnan í maí,
en um 11 bátar í júní. í fyrravor aflað-
ist í Bolungavík 382 smál. Bátatalan svip-
uð.
Hnifsdalur og Arnardalur. Um 230 smál.
á 15—16 vélbáta og 2 áraskektur, þar af
um 18 smál. á 3 vélb. og 1—2 árabáta
úr Arnardal. Aflinn í fyrra var þarna
alls um 325 smál. og bátatala svipuð.
ísafjarðarkaupstaður. Rúmar 600smál.
á eftirtöld skip: 1 togara, 12 stóra vél-
l)áta og 6 minni og auk þess fáeina smá-
vélbáta. Stóru vélbátarnir og togarinn
voru einungis að veiðum fram undir
maílok Aflafengurinn í fyrravor var tal-
inn um 1000 smál. Mestur hlut þess afla
fékkst í apríl.
Álflafjörður. Um 120 smál. á 1 stærri
vélbát og 5 báta um og neðan við 12
lestir. I fyrravor var aflafengurinn þarna
talinn 233 smál. Bátarnir voru taldir 9
framan af vori, en fækkaði í 6 í april-
lok.
Ögurnes og Ögurvík. 77 smál. á 7vél-
báta og eina áraskektu. í fyrra var afl-
inn talsvert minni þarna og fiskveiðar
skemur stundaðar.
Snœfjallaströnd og Grunnavík. Um 18
smál. á 5—6 smábáta á Snæfjallaströnd,
og nál. 6 smál. á 3—4 smábáta, er héldu
úti í Grunnavík í júní og fram í júlí.
Mjög rýr afli, svipað og síðastl. vor.
Sléttuhreppur. Voraílinn þarna er tal-
inn nema einungis um 93 smál. Bátatalan
var: 2 vélbátar frá Hesteyri, 2—3 vélb.
úr Aðalvík og auk þess 2 smávélb., og
ennfremur 12—14 áraskektur af Strönd-
um og úr Aðalvík. Aflinn á vélbátana
var afar tregur, en helzt allaðist á smá-
bátana inni á Aðalvík í maí. A Strönd-
um var sárlítill afli. Þetta er langléleg-
asla vorvertíð, sem komið hefur á þess-
um slóðum. Mörg undanfarin vor hefir
mátt teljast göðfiski í veiðiplássum þess-
um. í fyrra var allinn á 7 vélbáta og
12 smábáta, talinn 220 smálestir.
í Steingrímsfirði voru fiskveiðar að
byrja í júní og mjög tregur afli. Taldist
vera komið þar á land 15—17 smál. í
lok júní. I júlímánuði hafa veiðar vfir-
leitl verið stundaðar og er aflinn áætl-
aður þar uin mánaðamótin, einungis
rúmar 60 smál.
í fyrra taldist aflinn í júlílok um 280
smál. Af því voru um 80 smál. lagðar
upp af línugufubátum af Suðurlandi.
Nokkrir bátar héðan úr bænum hafa
undanfarið stundað færaveiðar, en ann-
ars hafa bátar úr Alftafirði, Hnífsdal,
Bolungavík og 2—3 bátar afísafirði, selt
afla í isfisktogara í júli. Fór hinn fyrsti
héðan 10. júlí. Eru þegar farnir 4farm-
ar, en ekki voru skipin alltaf fullfermd.
Allmikið veiddist af smálúðu fyrir nokkru
og er það að vísu hót, en einnig aflað-
íst óvenjumikið af löngu, sem ekki selst
í togarana. Hefur því orðið að salla
hana, en er sennilega óseljanleg á þann
hátt líka. Eru um 30 smál. komnar á
land af löngu í fullverkaðri þyngd. Stöku
hátar hittu af og til i nokkra ailahrotu
laust fyrir mánaðamótin, en yfirleitt hef-
ur verið sama allatregðan og á vorver-
tíðinni, og einkum sártregur aíli nú síð-
ustu dagana.
Reknetaveiðar byrjuðu hér nokkru
seinna en undanfarin ár, enda varð litt
síldarvart framundir mánaðamót. En
dagana fyrir og eftir mánaðamótin hafa
reknetabátarnir aflað mjög vel, sumir frá
50—60 tunnur á dag. Sjö vélbátar héð-
an og úr nærveiðistöðvunum eru sem