Ægir - 01.08.1935, Qupperneq 28
ÆGIR
Skuldaskilasj óður
vélbátaeigenda.
Þeir eigendur vélbáta, er sækja vilja um lán úr Skuldaskilasjóði
vélbátaeigenda, skulu senda i)eiðnir um lán úr sjóðnum svo sem
hér segir:
Þeir, sem búa í Barðastrandarsýslum, Vestur-ísafjarðarsýslu,
Norður-ísafjarðarsýslu, á ísafirði og í Strandasýslu, skulu senda
beiðnir lil formanns nmboðsmanna á svæðinu, br. Kristjáns Jóns-
sonar frá Garðsstöðnm, erindreka á ísafirði.
Þeir, sem búa í Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, og Þingeyjarsýslum,
á Siglufirði og Akureyri, skulu senda beiðnir til formanns um-
boðsmanna á svæðinu, hr. Steingríms Jónssonar, fyrv. bæjarfógeta
á Akureyri.
Þeir, sem búa í Norður-Múla-, Suður-Múla-, og Austur-Skafta-
fellssýslum, á Seyðisfirði og i Neskaupstað, skulu senda beiðnir
sínar til formanns umboðsmanna á svæðinu, hr. Jónasar Guð-
mundssonar alþm. í Neskaupstað.
í Vestmannaeyjum skulu beiðnir sendar til hr. Viggó Björnssonar
útibússtjóra.
Annarsstaðar af landinu (úr Húnavatnssýslum, Dalasýslu, Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, Reykjavík, Hafnarfirði, Árnessýslu, Rang-
árvallasýslu, og Vestur- Skaftafellssýslu) skulu beiðnir sendar til
sjóðstjórnarinnar í Reykjavík.
Lán úr Skuldaskilasjóði verða ekki veitt öðrum en þeim, sem
eiga vélbáta, er ekki eru stærri en 60 smálestir.
Eyðublöð undir umsóknir um lán úr Skuldaskilasjóði vélbáta-
eigenda fást hjá umboðsmönnum og skrifstofu sjóðsins í Reykjavík.
Reykjavík, 15. ágúst 1935.
Stjórn Skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda
Jón Baldvinsson
Georg' Ólafsson Ing’var Pálmason