Ægir - 01.11.1935, Qupperneq 6
232
Æ G I R
Varamaður í nefndina kosinn : Ólafur
Guðmundsson framkv.stj.
Talstöðvar í fiskiskipum. Svohljóðandi
tillaga frá lyrri nefnd samþykkt i einu
hljóði:
Fjórðungsþingið telur talstöðvar í fiski-
skipum mikið öryggi fyrir sjóslysum og
að þær þurfi að ná almennri útbreiðslu
en vera með meira langdragi en nú er.
Til þess að svo verði, þarl' leiga fyrir
talstöðvar að verða um 60 kr. á ári og
lampar, batterí og geymir að fylgja tal-
stöðvunum, án sérstaks gjalds. A því er
og sérstök nauðsyn, að kunnáttumenn
um aðgerðir talstöðva, séu fyrir hendi,
á þeim útgerðarstöðvum, þar sem tal-
slöðvar eru útbreiddar, l. d. hér á Isa-
firði.
G r e i n a r g e r ð :
Eitt hið bezta öryggi gegn sjóslysum
er almenn útbreiðsla talstöðva í veiði-
ílotanum. Margir eða llestir hinnastærri
vélbáta og öll stærri veiðiskip hafa nú
talstöðvar. Eru flestar þeirra leigðar af
Landssímanum og er ársleigan 120 kr.
Auk þessarar ársleigu er nú fyrrí venju
])rugðið og Landssíminn lætur hvorki
lylgja talstöðvunum lampa eða hattei'í,
eins og fyrst var gert. Verð á lömpum
og batteríum fyrir hverja stöð, nemur
um 130 kr.
Við þelta bætist og sú krafa Lands-
símans, að leigjandi verður að tryggja
stöðina fyrir 1400 kr. og greiða það ið-
gjald, þótt stöðvarnar kosti ekki yfir 600
kr. Auk þessara útgjalda er uppsetningar
kostnaður um 40 50 kr. fyrir hverja
stöð.
Pá veldur það miklum eríiðleikum og
kostnaði fyrir útgerðina við talstöðvarn-
ar, að þegar þær bila fæst hvergi gerl
við þær, nema í Reykjavík. Verður oft
kostnaðarfrekt að scnda þær suður og
viðgerðarkostnaður oft tilíinnanlegur.
Einkum fyrir smærri velbáta, eru þessi
útgjöld meiri en svo, að þeir geli bætt
þeim ofan á önnur, sem óhjákvæmilega
livíla á þeim. Hinsvegar eru talstöðvar
jafn nauðsynlegar smærri veiðiflotanum
sem þeim stærri. En til þess að svo geti
orðið, þarf allur kostnaður við talstöðv-
arnar að lækka. Sýnist og Landssíminn
mætti vel við una, þótl leigan og annar
koslnaður lækkaði mikið.
Sala sjávarafniða, (Svohlj. lillögur frá
2. nefnd samþ. með öllum gr. atkv.
Fjórðungsþingið ályktar að Rsa yfir:
1. Að það telur nauðsynlegt og sjálf-
sagt, að afla nýrra markaða, og við-
hafa sem mesta fjölbreytni um hag-
nýting allra sjávarafurða, svo sem
með hraðfrysting fiskjar, herzlu fiskj-
ar, ýmiskonar iðnaðar í sambandi
við fiskveiðarnar og fullkomnari lýs-
isvinnslu en nú er.
2. Að það telur sjálfsagl og skilt, að
Alþingi og rikisstj.órn birti nú þegar
skýrslu um hvernig verðjöfnunar-
gjaldinu af saltfiski fyrir árið 1934
hefir verið varið, og', að eftirstöðv-
arnar af gjaldi þessu verði tafarláust
greiddar fiskeigendum.
3. Þar sem talið er, að mjög háll verð-
jöfnunargjald sé tekið af saltfisks-
framleiðslu yfirstandandi árs, telur
fjórðungsþingið það afaróheppilegt,
að þrýsta verðinu þannig niður, í
jafn erfiðu árferði.
4. Að útflutningsgjald það, sem síðasta
Alþingi lagði á skreið (fiskbein) sé
of hátt, og geti valdið of mikilli verð-
lækkun á skreið i framtíðinni.
Innlend mótorverksmiðja. (Frsm. Arn-
grímur Fr. Bjarnason).
Svohlj. tillaga samþ. í einu hljóði:
»Fjórðungsþingið heinir þvi lil ríkis-
stjórnarinnar og Alþingis, að fram verði
látin fara rannsókn og athugun um stofn-