Ægir - 01.12.1935, Page 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
28. árg’.
Reykjavík — des. 1935
Nr. 12.
Kassasöltun á flski.
í daglegu tali er þessi söltun venjulega
nefnd pækilsöltun. En ég hef skrifað
þrjár greinar um kassasöltun áður, og
held því nafninu. Þessar greinar er í 3.
og 7. tbl. Ægis 1929 og í Morgunblaðinu
7. marz þ. á. Ég hef verið spurður all-
mikið um þessar greinar og orðið þess
var að þær eru ekki í höndum ýmsra
manna, sem nú vilja hafa þeirra not.
Nú hefur atvinnumálaráðuneytið látið
sérprenta leiðbeiningar um þessa söltun,
og geta þeir sem þess óska fengið þær
hjá mér eða yfirfiskimatsmönnunum og
hjá sölusambandi ísl. fiskframleiðenda.
í fyrstu grein minni um þetta (3. tbl.
Ægis 1929) lýsti ég rækilega tilraun, sem
ég gerði með þessa verkun og niðurstöð-
ur af hénni. Sýndi hún að hagur er að
því að salta þannig. Fiskurinn verður
hreinni, hvitari, þykkari og þyngri og
svo er af þessu nokkur saltsparnaður.
Fyrir framleiðendur verður útkoman af
verkuninni þannig betri.
Ohætt er að segja, að yfirleitt likar
þessi fiskur vel í neyzlulöndunum. í
Barcelona er hann vel þekktur og lief-
ur gott orð á sér. Sama er að segja um
Kaupmanahöfn. Og allur smáfiskur (eink-
um Labri) ætti að vera saltaður á þenna
hátt. Bæði á Spáni og Ítalíu vilja menn
þykkan, hvítan fisk, og fremur lítið þurk-
aðan. En allan fisk, sem á að verða létt-
verkaður, ætti að kassasalta. Af óverk-
uðum fiski, sem kom bæði til Spánar og
Italíu i vor um þær mundir sem ég var
þar, líkaði pækilsaltaður fiskur bezt. í
sumar var sent sýnishorn af salfiski til
Bandaríkjanna, en líkaði ekki. Þótti dökk-
ur og' þunnur. Sennilegt þykir mér, að
þykkur, hvítur pækilsaltaður fiskur liefði
líkað betur.
Yegna hinnar miklu þurkunar, sem
Portúgalar og Suðurameríkumennheimta,
þá er vafasamt, hvort þessi söltun er
heppileg fyrir þessa markaði, enn sem
komið er. Fyrir þvi er ekki fengin full
reynzla. Það er þó ekki af því, að Port-
úgalar vilji ekki gjarnan þykkan og hvít-
an fisk, heldur af hinu, að það er mun
erfiðara fyrir framleiðendur hér, að harð-
þurka þennan fisk, heldur en þursaltað-
an. Þá mun aukinn þungi og saltsparn-
aður við pækilsöltun vega vel á móti
þurkunarmismun. Ég hef líka trú á því,
að Portúgalar komist eins og aðrir að
þeirri niðurstöðu að minna þurkaður
fiskur sé ljúffengari, þegar þeir hafa
komið sér upp kælilnisum, en þau eru
nú að eins tvö þar og eingöngu gerð
fyrir innlenda framleiðslu.
Á eitt atriði vil ég og benda enn, í
sambandi við harðþurkun á pækilsölt-
uðum fiski. Þeir sem hafa harðþurkað
fisk, hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að
þegar hann er orðinn mikið þurkaður,
einkum þykkur fiskur, fer hann að gulna
í síðustu breiðslunum. Þetta kemurnaum-