Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1935, Qupperneq 6

Ægir - 01.12.1935, Qupperneq 6
256 Æ G I R eru Svíar snillingar í síldarmatreiðslu og eru hinar tíðu ferðir Kaupmannahafnar- búá til Málmeyjar góð sönnun þess, farn- ar að eins í því skyni að borða sænsk- an morgunverð (Smörgaas), þar sem framreiddir eru meðal annars 9—12 síld- arréttir. Önnur afhragðs fæðutegund hefur ver- ið í sama áliti manna meðal og sildin, eða öllu fremur í engu áliti og er það kræklingurinn og aðan (Modeola mode- olus), sem áður var almennt notað til beitu og var viða fyrir landi, en i henn- ar stað er nú beitan orðin síld að mestu, og eftir því að dæma hefur kræklingur og aða haft ró og næði til að þróast og margfaldast hér við landið, því nú eru beitutúrar i Hvalfjörð úr sögunni fyrir löngu og íleiri slíkar ferðir til að sækja krækling. Arið 1897 l)jó vinur minn á Bessastöð- um.Guðjón Erlendsson, (fór síðar tilAme- ríku). Um miðjan marz l)auð hann mér að heimsækja sig og dvaldi ég hjá hon- um í 2 daga. Þá var hart manna á með- al, enginn fiskur og lítið um mat víða. Síðari daginn, sem ég dvaldi hjá hon- um, gengum við út að sjó, gegn Álfta- nesskerjunum; vestanhrim var nýlega af- staðið og í fjörunni, svo langt sem við sáum, var breiða af nýreknum öðuskelj- um innan um þarann í fjörunni, tugir tonna ef ekki skipti hundrnðum. Engum datt í lnig að hirða þetta lil matar, en hrafnarnir kunnu að hagnýta björgina og lifðu hátt. Ég hef oft- heyrt næringargildi öðu, jafnað á við eggja, en það var áður en talað var um vitamiu, en eilt er vísl og það er, að kræklingur og aða er ljúffeng og holl fæða, hvernig sem matreitt er, en kræklingsréltir eru margir og víða hafðir á hoðstólum t. d. á matsötustöðum á Bretlandi, sem auk þess framreiða altskonar skelfisk. Áður en lengra er farið skal vara menn við að taka krœkling og öðu innan hafnarvirkja par sem skip koma mörg„ eða á bryggju- staurum o. þ. því búast má við, að sá krœklingur sé eitraður. Menn eru beðn- ir að athuga það. Hér verður skýrt frá, hvernig matreiða skal krækling á einfaldastan og ódýr- astan liátt og er það lekið úr hæklingn- um „Odýr fœða“, sem Fiskifélag íslands gaf lit árið 1916. Pað sem segir um krækling á einnig við Öðll. Kræklingsskeljarnar eiga að liggja í söltuðu vatni (ekki sjóvatni) allt að 12 klst. Burstast vel að utan með stinnnm bursta og þvost úr 3—4 vötnum. Þræðina, sem hanga út úr skelinni, verður að skera eða skafa vel af. Vökvi sá, sem er innan í skelinni má eigi tapast því hann gerir kræklinginn bragðbetri; er því áriðandi að hreinsa skeljarnar svo vel, að eta megi soðið af þeim. Þegar l)úið er að verka skeljarnar vel að utan, eru þær látnar í upphitaðan, tóman járnpott yfir skörpum eldi. Potturinn er hristur við og við. Þegar skeljarnar opna sig (eftir 4—5 mínútur) eru þær soðnar. Þær eru þá teknar upp úr og fiskur- inn tekinn innan úr þeim. Það sem eftir eru af þráðunum er tek- ið al' fiskinum. Soð það sem myndast hefnr í pottinum skal sía og því næst er skelfiskurinn geymdur í því þar til lians er neytt, eða matur búinn til úr honum. Þetta er hin almenna meðferð á kræk- lingi og þannig á að tilreiða hann til undirbúnings réttum þeim, sem taldir eru hér á eftii’, nema annað sé sérstak- lega tekið fram.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.