Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1935, Side 7

Ægir - 01.12.1935, Side 7
Æ G I R 257 Soðinn kræklingur. Kræklingurinn er soðinn á venjuleg- an hátt og framreiddur í djúpu fati með nokkru af soðinu á, sem pipar og edik hefur verið látið í. Einnig má eta hann með bræddu smjöri og ediki. Krœklingur i brauðmylsnu. Soðinn kræklingur, 3 skeiðar steyttar tvíhökur, 1 skeið salt, V4 skeið pipar, eggjahvíta, smjör eða feiti til steikingar. Kræklingnum er velt i hálfþeyttri eggja- hvítunni og því næst í brauðmylsnunni, blandaðri með salti og pipar. Hann lát- inn liggja svo litla stund með brauð- mylsnunni, svo hún festist betur við. Steiktur á pönnu í Ijósbrúnuðu smjöri eða soðinn í ljósbrúnni feiti. Framreiddur svo heitur sem auðið er. Krœklingur í skel. Skeljarnar eru vendilega þvegnar og látnar í tóman pott yfir eldi og soðnar þar lil þær opna sig. Þá er önnur skel- in losuð frá með varygð og þess gætt að vökvinn, sem er innan í skeljunum, lendi í þeirri skelinni, sem eftir er undir skel- fiskinum. Losað er um fiskinn í skeljunum og þær svo framreiddar á fati með ofurlít- illi smjörkúfu ofan á hverri skel, ásamt dálitlu af salti. Steiktur krœklingur. Skeljarnar eru opnaðar með heittum, oddmjóum hníf, allir þræðirnir vel hreins- aðir burtu og skelfiskurinn steiktur í brúnu smjöri eða feiti. Að síðustu er stráð ofurlitlu af salti yfir. Framreiddur með brúnuðum lauk. Oðusúpa heyrist nú ekki nefnd á ís- lenzku máli, en liún var til og hennar var neytt áður fvr, og þótti kjarngóð feða. Rvk 12. des. 1935. Sveinbjörn Egilson. Grunn endurfundið. Nýlega er komin út hók, sem mér finnst hafa að gevma mjög mikla nýjung fyrir okkur Islendinga. Hún er um rannsókn- ° X arför litla mótorbátsins Pórs, sem var hér í sumar, til norðurhafa, sumarið 1934. Bókin heitir Motorskibet Thor’s Hav- undersögelser 1934, eða hafrannsóknir á vélbátnum Þór 1934, og er gefin út í ritasafni því, sem heitir Publikationer om Ostgrönland, eða rit um Austur- Grænland og er númer 3 í röðinni. Á leið sinni héðan til Danmerkur, virð- ist báturinn hafa fundið grunn, sem týnt hefur verið lengi, hið svonefnda Elisa- betargrunn. Þetta grunn er sýnt á göml- um sjókortum, ég held að Frakkar hafi fundið það fyrst, það er suður af suð- urströnd íslands austanverðri, en á gömlu kortunum hefur það víst verið sýnt mun vestar en það er í raun og veru. Hvað eftir annað hefur verið leitað að þessu grunni, en ýmist hefur það aldrei fund- ist, eða það hefur tapast jafnharðan aft- ur, án þess að hægt væri að gera grein fyrir legu þess. Fiskiskip sem liafa ver- ið á leið á milli landa, hafa þannig ein- stöku sinnum rekist á það, en aldrei tekist að taka mið. Meira að segja held ég að Fylla hafi einu sinni fundið það, en tapað því aftur. Niðurstaðan afþessu hefur orðið sú, að grunninu hefur verið sleppt af nýjum sjókortum, ég held að það sé ekki sýnt á neinu korti, sem kom- ið hefur út á þessari öld. í þessari bók, sem að ég minnist á, er kort af grunninu og umhverfi þess. Eft- ir þessum uppdrætti að dæma, virðist grunnið vera allstórt, eitlhvað á milli 60 og 70 sjóm. á lengd, og á að giska 20— 30 sjómílur á breidd, ef að takmörk þess út á við eru sett við 400 m. dýpt-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.