Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1935, Blaðsíða 13
Æ G I R 263 2. nefnd: Níels Ingvarssou, Árni Vilhjálms- son, Antónius Samúelsson. Kosið var í fjárhagsnefnd þannig: Brynjólf- ur Sigursson, Þórhallur Vilhjálmsson, Antóníus Samúelsson. Dagskrárnefnd lagði fram svohljóðandi til- lögu til dagskrár þingsins: 1. Lagðir fram reikningar fyrir árið 1933 og 1934. 2. Beitumál Austfirðinga. 3. Vátryggilg vél- báta. 4. Ilagnýting sjávarafurða. 5. Dragnóta- veiði. 6. Herpinótaveiði í netlögum. 7. Útflutn- ingsgjald erlendra skiþa, sem rétt liafa til veiða i landhelgi. 8. Samgöngumál. 9. Landhelgisgæzla. 10. Breyting á lögum Fiskifélags Islands. 11. Vitamál. 12. Rekstursfyrirkomulag útgerðarinn- ar. 13. Onnur mál. Þingið samþj'kkti þessa dagskrártillögu og gildir liún því sem dagskrá þingsins. Samkvæmt tillögu dagskrárnefndar, var mál- um visað til nefnda þannig: Til 1. nefndar: 1. Beitumál Austfirðinga. 2. Vátrygging vélbáta. 3. Herpinótaveiði í netlög- um. 4. Útflutningsgjald erlendra skiþa. 5. Vita- mál. Til 2. nefndar: Hagnýting sjávarafurða. 2. Dragnótaveiði. 3. Samgöngumál. 4. Landhelgis- gæzla. 5. Breyting á lögum Fiskifélags íslands. 6. Fyrirkomulag útgerðarinnar. Var þessi skipting samþykkt. 1. máli dagskrárinnar, reikningum sambands- ins fyrir árin 1933 og 1934 var visað til fjár- hagsnefndar. Samþykkt var að taka í áður samþykkta dag- skrá: 14. Verðjöfnunargjald af saltfiski, og var málinu visað til 1. nefndar. Fundargerð uþplesin og samþ. Næsti fundur ákveðinn í sama stað kl. 5 í dag. Fundi slitið. 2. fundur. Fundurinn var settur kl. 5 siðd., þann 20. nóvember. Fundurinn var haldinn á sama stað. Allir sömu fundarmenn voru mættir. f*á var gengið til dagskrár. Tekið var fyrir : í. Reikningar sambandsins fyi'ir árin 1933 og ’34. Fjárhagsnefnd hafði endurskoðað reikninga sambandsins fyrir árin 1933 og 1934. Friðrik Steinsson las upp reikninga og gerði grein fyr- ir hinum einstöku liðum þeirra. Nefndin lagði fram eftirfarandi tillögu til fundarályktunar: «Við undirritaðir viðurkennum hér með, að liafa endurskoðað reikninga Fjórðungssambands fiskideilda Austfirðingafjórðungs fyrir árin 1933 og 1934, án þess að nokkur ástæða finnist til athugasemda. Leggjum við þvi til, að þeirverði samþykktir eins og þeir liggja fyrir». Tillagan var samþykkt í einu hljóði. 2. Hagnýting sjávarafnrða. Framsögum. nefndar þeirrar, sem mál þetta hafði til meðferðar var Arni Vilhjálmsson. Talaði hann um málið frá ýmsum hliðum og' lagði fram, fyrir hönd nefnd- arinnar, eftirfarandi tillögu: «Fjórðungsþingið beinir því til Fiskiþings, að það fái aðstoð ríkisvaldsins með fjárframlagi til þess að fiskiðnfræðingur félagsins geti gert rannsóknir og hyrjunartilraunir með iðnað úr fiski og fiskúrgangi. Telur fjórðungsþingið, að svo mörg verkefni séu óleyst í sambandi við fiskiðnað, að árlega verði að ryðja braut nýj- um iðngreinum. Pær iðngreinir, er fjórðungsþingið vill sér- staklega benda á, að teknar séu til rannsóknar og tilrauna eru: 1. Niðursuða á fiski til útflutn- ings. 2. Frekari vinnsla úr síldar- og þorskalýsi en nú er. 3. Útflutningur á beinlausum fiski og iðnaður i sambandi við það. 4. Límvinnsla úr sundmaga, roðum og fiskúrgangi. 5. Að komið verði upp reykhúsum. 6, Vinnsla úr hrognum og sviljum. 7. Um hagnýting krabba og skel- fisks til útflutnings. Ennfremur vill fjórðungsþingið vekja athygli Fiskifélagsins á að láta rannsaka, hvaða tegund- ir þara nnini líklegastar til joðvinnslu og birta niðurstöðu sína um það í blaðinu Ægir». Tillaga nefndarinnar var samþ. í einu hlj. 3. Samgöngumál. Frams.m. nefndarinnar í máli þessu, var Niels Ingvarsson. Talaði hann um samgöngubætur fyrir Austurlandi almennt og lagði fram eftirfarandi tillögur frá nefndinni: 1. »Fjórðungsþingið lítur svo á, að samgöng- um við Austurland sé mjög ábótavant og skor- ar því á Fiskiþingið að beita sér fyrir eftirfar- andi samgöngubótum á sjó : a. Að ferðir skipa Eimskipafélags íslands til útlanda, með viðkomu í Englandi verði auknar, svo að ferðir falli, að minnsta kosti hálfs mánaðarlega til og frá útlöndum um Austfirði. I). Að annað strandferðaskip rikisins verði í lorum austur um land, frá Reykjavík til Akureyrar og sömu leið til baka, tvisvar i mánuði á timabilínu frá apríl til nóvbr.loka.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.