Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1935, Side 21

Ægir - 01.12.1935, Side 21
Æ G I R 271 þorsk og sildarútgerð landsmanna hefur j'fir- leitt verið rekin með tapi, og söluörðugleikar miklir, sérstaklega á fiski, virðist ósanngjarnt að iþyngja þessum atvinnurekstri með tilfinn- anlega háum útflutningsgjöldum, og með tilliti til þess að útflutningsgjöld af landbúnaðaraf- urðum hafa verið afnumin, mœlir öll sanngirni með, að þessum gjöldum verði einnig létt af sjávarútveginum. Fyrir þvi skorar fjórðungsþing Norðlendinga á þing og stjórn að afnema nú þegar útflutn- ingsgjöld af sjávarafurðum«. Tillagan samþ. í einu hljóði. 12. Fjárstyrkur til fjórðunganna. Svohljóðandi tillagn var samþ. í einu hlj.: »Fjórðungsþing Norðlendingafjórðungs skor- ar á þing og stjórn að veita svo ríflegan fjár- styrk til Fiskifélags íslands. aðfélagið geti fram- vegis veitt hverjum landsfjórðungi jafnháan styrk og það liefur veitt undanfarin ár«. 9. Sjóvinnunámsskeið. Nefndin lagði fram þann- ig hljóðandi tillögu : »Fjórðungsþing Norðlendingafjórðungs, inn- an Fiskifélags Islands, skorar á bæjarstjórn Akureyrar að veila allt að 300 kr. styrk nú á þessum vetri til sjóvinnunámsskeiðs þess, er halda á liér i bænum í.vetur að tillilutun Fjórð- ungsþingsins«. Fessi tillaga var samþ. í einu hljóði. Pegar hér var komið. voru reikningar Fjórð- ungsins fj’rir árin 1933—1934 lesnir Uþþ. Þeir höfðu verið endurskoðaðir, og voru nú sam- þykktir í einu hljóði. Þá var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta fjárliagstimabil, og leit liún þannig úl: Fjárhagsáœtlun fgrir árið 1935. T e k j u r: Sparisjóðsinnstæða............... kr. 1718.55 G j ö 1 d: 1. Styrkur til sjóvinnunámsskeiðs kr. 300.00 2. Kostnaður við Fjórðungþing . . — 200.00 3. Kostnaður við olíunefnd...... — 300.00 4. Starfræksla, símakostnaður, rit- föng o. fl................. — 100.00 5. Óviss útgjöld............... — 150.00 6. Jöfnuður.................... — 668.55 Kr. 1718.55 Fjárhagsáœtlun fgrir árið 1936. T e k j u r : 1. Væntanlegur slyrkur ............. kr. 1000.00 2. Sparisjóðsinnstæða ............... — 668.55 Kr. 1668.55 G j ö 1 d : 1. Kostnaður við fulltrúafund . . . kr. 500,00 2. Kostn. við sjóvinnunámsskeið . — 300.00 3. Starfrækslan.................. — 100.00 4. Óviss útgjöld og eftirstöðvar. . — 768.55 Kr. 1668.55 Fjárliagsáætlanir þessar voru báðar samþ. Framlagt erindi frá Fskifélagsdeild Dalvíkur, þar sem farið er fram á að þingið mæli með málaleitun deildarinnar um fjárstyrk frá Fiski- félaginu til dráttarbrautar á Dalvík. Samþykkt með öllum greiddum atkv. að mæla með erindi þessu. Fá var samþ. að heimila stjórn Fjórðungs- þingsins að styrkja þá fulltrúa, sem erfiðast eiga með þingsókn, að einhverju leyti. 19. Nœsli pingstaður var ákveðinn Akureyri. 20. Stjórnarkosning. Forseti: Guðm. Pétursson með 8 atkv. Varaforseti Jón Kristjánsson með 5 atkv. Ritari: Hreinn Pálsson með 5 atkv. Vararitari: Stefán Jónasson með 5 atkv. Gjaldkeri: Jóhannes Jónasson með 8 atkv. Varagjaldkeri: Helgi Pálsson með 7 atkv. E.ndurskoðendur: Páll Einarsson og Ari Hallgrímsson. Forseti vakti máls á þvi við fulltrúana, að þeir heima fyrir, hver í sinni deild, hvettu menn til að kaupa tímaritið »Ægir«, þvi þar er að fá allar þær skýrslur og fréttir, sem sjávar- útveginn varða. Fleiri mál lágu ekki fyrir þinginu. Forseti þakkaði þingmönnum góða framkomu og dugnað við þingstörfin, og sleit því næst þessu Fjórðungsþingi. Guðnmndur Pétursson. Karl Nikulásson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.