Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 7
Æ G I R 85 lifur 20—22 aura líler. Fyrst framan aí' vertíð reru menn með línu, en aðal- veiðarfærin hafa verið net. Stokkseyringar hafa keypt lýsisbræðslu- áhald, gert eftir fyrirsögn verkfræðings Guðmundar Jónssonar, en smíðað hjá Kristjáni Gíslasvni í Reykjavík. Ahald þetta getur brætt af öllum bátum íþorp- inu og' kostar það uppkomið, um 6000 kr.; ekki var l)úið að korna því upp um páska, en eftir þeirri reynzlu, sem fengist hefur af liku bræðsluáhaldi, í línuveiða- skipinu Ármann, búast menn við góð- um árangri. I Gvindavik hefur aflast sæmilega, þótt uet hafi veríð af skornum skamti, mest notaðar lóðir. I Vestmanneyjum hefur afli sumra ])áta verið framúrskarandi góður, en þrátt fyrir það, er heildarafli i Eyjum miklu minni en um sama leyti í fyrra, sem sýnir, að margir hafa orðið útundan. Stærð og lifrarmagn íýsksins hefur verið óvenju mikið en gott verð á lifur og gotu bætir úr. Vestmanneyjabúar urðu fyrir stórkost- legu netatapi, virt að sögn á 70 þús. kr., er togari eða togarar eyðilögðu net þeirra á miðri vertíð. Frá Vestmannaeyjum eru gerðir út 4 mótorbátar lil lifrarkaupa hjá Færey- ingum, sem stunda veiðar fyrir sunnan land. Eggert Jónsson frá Nautabúi, held- ur þeim úti. I Höfiuun var, að heita má, fiskileysi fram eftir allri vertíð og róðrar borguðu ekki olíu og beitu, auk þess sem afla- fengur var mjög misjafn á báta. I Sandgerði hafa menn yfirleitt notað lóðir, en í hverfunum milli Sandgerðis og Hafna, hefur sjór verið stundaður á trillubátum og þeir hafa að mestu róið með net. I Garðinum hafa trillbátar róið með net og lagt í Garðsjó, en afli hefur ver- ið tregur. Úr Leiru er ekki stundaður sjór, að ráði. í Iíeflavík liafa menn að eins róið með linu og má heita, að vertíð þar hafi hrapallega brugðist og talið að meðaltal afla á bát, verði um 200 skippund. Frá Ytri-Njarðvík er róið með nel og þau lögð vestur í Súluál og hefur þar aílast í þau. Bátar sem róa frá Innri-Njarðvík eru allir með lóðir og aflabrögð þar rýr. í Vogiun og á Vatnsleysuströnd er alli að eins x/3 á móti afla, á sama tíma í fyrra. Þaðan hefur verið róið með net i Garðsjóinn. Hinn 7. april gerði hér útsunnan stór- viðri með brimi og auk þess var stór- streymt; gerðu menn sér þá beztu von- ir um, að rótið sem á sjóinn kom myndi koma hreyfingn á fiskinn og hann koma inn í flóann og rættist þetta nokkuð, því um ])ænadagana aílaðist á Vatnsleysu- vík og á Hraunbrún; fékkst fiskurinn helzl á færi, en svo hvarf þetla. í hyrjun aprílmánaðar varð vart við minni fisk að stærð, en alment hefur veiðst á þessari vertið og hugðu þá allir að fiskur sá, sem klekjast álti út 1927, væri nú að koma að landinu, en það brást, sama stærð og sama lifrarmagn hefir haldist það sem af er vertið. Mótorbátar frá Reykjavík fóru ekki á sjó fyr en 12. febrúar. Þegar komið er að 18. marz voru hásetar og vélamenn afskráðir frá mótorbátum þeim, sem ganga frá Reykjavík, (landbátunum), að einum undanteknum, Aðalbjörgu, R. E. 5, vegna þess, að aflatregða var svo, að ekki fékksl fyrir beitu og olíu. Þar sem áður þótti langt, að fara 26 sjó- mílur frá Reykjavík út á fiskimið, varð nú að fara 40 mílur og lengra með lóð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.