Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 11
Æ G I R 89 hafnarleysi, standa sínum velferðarmál- um fvrir þrifum. Þessir viðburðaríku og erfiðu tiinar, hafa komið mönnum til að liugsa um það; sem er að gerast í athafnalífi okkar Islendinga, og kemur þar sjávarútveg- urinn fyrst og fremst lil greina. Því allt stendur og fellur með honum. Því að eins getur velmegun ríkt með- al okkar íslendinga, að sjávarútvegnum sé sýnd sú viðleitni sem frekast er hægt að veita til þess, að liann standist sam- keppni nágrannaþjóðanna, að hann sé endurbættur en ekki látinn ganga til rýrnunar. Er þetla eitt af þeim mörgu verkefnum sem skipstjórastéttin með engu móti getur lálið afskiptalaust. Eins og ég minntist á áðan, eru samtökin innan skipstjórastéttarinnar of lítil og það er sjáanlegt, að vakni hún ekki til með- vitundar um orkugildi samtakanna, til viðreisnar sínum velferðarmálum, fer af- staða hennar innan þjóðfélagsins stöð- ugt versnandi. Brýn nauðsyn er því að sameina krafta hennar með landssam- bandi. Hvert einstakt félag innan þess- arar stéttar þarf að standa i beinu sam- handi við heildina, og þau þurfa öll að leggja sameiginlega óskifta krafta til við- reisnar og þróunar, sinum velferðarmál- um. A þann hátt getur hún tekið ákvarð- anir, sem ekki er hægt að forsmá. Hún á sjáll' að hafa tillögurétt um öryggis- mál á sjó, og láta lagfæra það sem á- bótavant er. Því það er auðsætt mál, að engum er kunnugra um þá hluti en einmitt þeim mönnum, sem svo að segja eru daglega á sjó og verða varir við svo margt, sem ábótavant er. Mætti i þessu sambandi nefna sérstaklega, vita og sjó- merki. Það eru óteljandi verkefni er skipta þessa stétl, er liggja í vanhirðu, en þó þau séu eigi talin hér upp, sem vrði allt of langt mál, þá skipta mörg af þeim Jiað miklu máli, að þau eru flestum kunn, Allir liljóta að vera sam- mála um, að einasta leiðin lil að ná full- um árangri, er að sameinast um fram- gang sinna velferðarmála. G. 0. Fiskideildir í Suður-Noreg’i. Fiskifélagsdeild sú í Noregi, seni nefn- ist Östlandske fiskeriselskap, hélt aðal- fund í Kristjansand hinn 17. apríl. Þar var rætt um, hvort fiskimenn á Snður- og Austur-Noregi eigi að halda áfram félagi, sem embættismenn og fiskkaup- menn stjórna, eða félagar sýni sig menn til að stjórna því sjálflr. Fiskimenn kring um Oslófjörðinn hafa tekið stjórn fiski- félagsdeildar sinnar, í sínar eigin hendur, svo stjórn og félagar eru allir fiskimenn, og fleiri deildir vinna að því sama. Nú- verandi stjórn í Östlandske fiskeriselskap hefur stungið upp á því, að af 8 mönn- um í stjórn, mættu 6 vera fiskimenn, en talið er óliklegt, að þessi tilraun til að hjarga hinum gamla félagsskap, komi að haldi. Um miðjan marz sl. héldu norskir fiskimenn fjölmennan fund í Verdal, til að ræða um dragnótaveiðar í Þránd- heimsfirði. Fyrir hönd fiskimálaráðs, mætti Finn Devold, og hélt hann fyrir- lestur. A fundinum var farið hörðum orðum um fiskimálaráðið og gerðir þess og bor- in fram svohljóðandi lillaga: »Fiskimenn og aðrir áhugamenn um fiskveiðar, 400 að tölu, sem mættir eru á fundi í Verdal, beina þeirri áskorun lil ríkisstjórnarinnar, að hún hið bráð- asta komi því í framkvæmd, að bann-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.