Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.1936, Blaðsíða 19
Æ G I R 97 Fiskverzlun Newfoundlands. Það verður að ganga að því vísu, að mai’kaður fyrir Newfoundlandsfisk á I- lalíu, verði ótryggur árið 1936. Geta menn búist við, að Ítalía geti greitt fiskinn eða vilji hann? Verði það ekki, hvað gera Newfoundlendingar þá við fiskinn, sem þeir áður seldu á ítaliu, fyrir um eina milljón dali? Afrikustrið ítala hefir nú staðið yfir í 7 mánuði og hefur kostað ógrynni fjár, og áður en það hófst, var fjárhagur þeirra svo bágborinn, að örðugt var um greiðslu fyrir vörur þær, sem þangað voru sendar. Italir liafa hótað, að þeir skildu muna eftir þeim löndum, að enduðum ófriðn- um, sem viðriðin liafa verið refsiaðgerð- irnar gagnvart þeim, og meðal þeirra er Newfoundland. Þótt gerl væri ráð fyrir, að fjárhagur þeirra batnaði svo, að greið viðskipti gætu hafist, þegar friður er kominn á, verður þó spurningin sú: Vilja Ilalir hafa nokkur mök við New- foundland, munu þeir eigi greiða líku líkt og útiloka fisk þeirra frá ítölskum markaði, eins og Newfoundlendingar tóku þáll í refsiákvæðum gegn þeim. Setjum cnnfremur svo, að ítalir verði tjárþrota, að ófriðnum loknum, og þar verði gengishrun. Hverjar verða þá af- leiðingar, og hvernig fer þá um New- loundlandsfiskinn á ítölskum markaði? Astand það er nú ríkir er flestum kunn- ugt. A undanfarandi árum, hafa ítalir ár- lega keypt Newfoundlandsfisk fyrir eina milljón dali; (árin 1934—1935, fvrir 1.830 þús. dali); var það um Ve bluli meðal- ársafla á öllu landinu. í fyrra (1935) keyptu ítalir fisk fyrir •>8 þús. sterlingspund og mest af þessu, áður en Abessiniuslriðið hófst, og víst er um það, að það gengur undrum næst, komisl fiskmarkaður á Italiu nokkurn tíma í samt lag og hann áður var; bregð- isl það, bvar á þá Newfoundland að selja árlega 180—200 þúsund quintal af fiski sínum og fá fyrir hann 1 milljón dali. G'etur Grikkland, Portúgal, Spánn, Vestur-Indlandseyjar eða Brazilía, bætt við árleg fiskkaup sín, þessum sjötta hluta allrar árlegrar framleiðslu New- foundlands. Eins og nú er ástatt á öllum fisk- mörkuðum, hvar sem litið er, þá virð- ist ómögulegt að vænta þess, að mark- aðir geti bætt við fiskkaup sin, jafnvel [þó skömtun væri upphafin, enda myndi því fvlgja, að verð á fiski félli. Hér er að eins um einar útgöngudvr að ræða: Nýja markaði verður að finna. Einstakir menn hafa gert slikar tilraun- ir og virðist sem þeim hafi orðið eilt- hvað ágengt. Sagl er að fiskimálaráðu- neytið vinni nú að þessu; beri það gæfu til að finna einhverja úrlausn, er miklu borgið. Hvernig sem á þetta verður litið, verða menn að hafa í huga og ekki gleyma þeim afleiðingum, sem útilokun frá í- talíumarkaði getur haft í för með sér, og gera allt sem auðið er lil að vera við öllu búnir, jafnvel þótt fiskverzlun við ítali kæmist í samt lag, og áður var, að stríðinu loknu. Nú er tíminn til að bregða við og reyna að komast úr ógöngunum áður en næsta vertíð byrjar, og affarabezt væri, að rikisstjórnin tæki þetta vandamál í sinar hendur. (Newfoundland Trade Ileview).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.