Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1936, Side 8

Ægir - 01.07.1936, Side 8
150 Æ G I R einnig hafa Færeyingar sent þangað skip og hafa þau aílað vel. Þetta er hið helzta, sem sagt verður um Bjarnarey í íljótu hragði, getur skeð að nú varði okkur ekkert um hana, en hver veit nema, að íslenzk skip þurfi einhverntíma að sækja þangað fisk, eða fari tilraunaferðir til eyjarinnar, hregð- ist aíli hér, en því fylgir, að menn verða að hafa hugmynd um staðinn, sem leit- að er til. Eyjan hefur verið einkaeign síðan 1918; er það hlutafélag í Stavang- er í Noregi, sem á hana nú. Læknisskoðun á íiskimönnum í vor sem leið, þegar verið var að lög- skrá fiskimenn í Noregi á íslandsveiðar, var mikið um það ritað í »Haugasunds Avis«, hvort nauðsynlegt væri, að lög- skráð væri á fiskiskip, og um þelta urðu stælur í blöðunum. Þeim lauk, þegar stjórnarvöldin gáfu þá skýringu, að engin nauðsgn bœri lil að lögskrá fiskimenn á norsk veiðiskip, sem legðu upp afla sinn á norskri höfn. Fyrir þeim, sem vildu láta lögskrá á skipin, vakti það, að um leið og lögskráð væri, færi fram læknaskoðun á skips- höfninni, og fiskimennirnir sjálfir telja læknaskoðunina nauðsynlega. Þeir vita mörg dæmi til þess, að þrengsli i háseta- klefum fjölda skipa, eru heilsuspillandi, aðeins bjóðandi hraustum. heilbrigðum mönnum. Fiskimaður hefur t. d. sagt »Hauge- sunds Avis«, að þrír bræður, sem heima eiga skammt frá Ilaugesund, hafl fengið tæringu, meðan þeir voru að veiðum. Allir smituðust þeir á sama skipi, hvert árið eftir annað (voru aðeins einn í einu á skipinu). Þelta þótti ískyggilegt og rannsókn fór fram. Við hana uppgötvað- ist, að háseti, sem um nokkur ár hafði verið á skipinu, var berklaveikur en virtist heilhrigður og gekk til allrar vinnu. Alit lækna var, að hann hefði smitað hina þrjá hræður. Þetta er eitt dæmi, en finna má mörg. Almenningsálit er, að læknaskoðun á fiskimönnum sé hráðnauðsynleg, áður en þeir fara á veiðar, hvort iieldar haldið er í langferðir, t. d. til fiskveiða við ís- land eða til veiða heima fvrir, og myndi aðeins leiða gott af sér, ef útgerðarmenn gælu komið því til vegar, að læknaskoð- un á skipshöfnum færi fram, áður en skip fara á veiðar, hverjar sem þær eru. (Fiskaren 14. árg. 28. tbl.) Hið meira mótorgæzlupróf. Dagana 20.—28. maí var lialdið próf í mótorfræði samkvæmt lögum nr. 23, 9. jan. 1935. Var liið verklega próf haldið í Lands- smiðjunni og vélasal Fiskifélagsins, en hið munnlega í húsi Fiskifélagsins. Undir prófið gengu 12 menn og stóð- ust það 10, þeir voru: Hinrik Kr. Steinsson, Akranesi. Sigurður K. Þorvaldsson, Akranesi. Arinhjörn Clausen, Isafirði. Guðjón Sveinbjörnsson, Rvík. Arthur Aanes, Vestmannaeyjum. Þoríinnur Hansson, Akranesi. Sigurður Pétursson, íafirði. Ingvar Guðjónsson, ísafirði. Valtýr B. Benediksson, Akranesi. Bjarni Kr. Bjarnason, ísafirði. Þetta próf er hið síðasta, er lialdið verður samkv. þessum lögum, þar eð þau eru úr gildi numin, með lögum þeim, sem gengu í gildi 1. júlí j). á. Prófið veitir áðurtöldum mönnum, rétt til að fara með, allt að 400 ha. vélar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.