Ægir - 01.06.1937, Síða 7
Æ G I R
125
arnir voru athugaðir, kom það iljólt í ljós,
að lóðabátarnir höfðu sldlað mestum arði,
en aftur á móti urðu þeir bátar verst
úti, er stunduðu netaveíðar og þeim mun
stærri sem bátarnir voru, því verri var
afkoman. Á þeim netabátum, sem voru
yfir 45 fet, gekk hver háseli frá borði,
að lokinni vertíð, með 114 krónu skuld
að meðaltali.
Þeir 50 netabátar, er sendu fullnægj-
andi rekstrarreikning, eru aðeins 3°/o af
þeim bátum, er netaveiðar stunduðu.
Fjárbagsafkoma þessara 50 báta, er sendu
flskimálastjórninni fullkomnar skýrslur,
er vitanlega ekki hægt að leggja til
grundvallar fyrir afkomu netaveiðiflotans
i heild sinni, en hún gefur eigi að síður
}Tmsar sennilegar bendingar um rekstur
hans á vertíðinni 1936. Þeir vélbátar er
voru yfii' 45 fet á stærð ölluðu að mcðal-
tali fyrir 4150 kr. og varð brúttó hlutur
skipverja 246 kr.,en að frádregnum öllum
kostnaði 114 kr. skuld. Meðal aíli þeirra
báta er voru 36—45 fet á stærð, var
3751 kr. brúttó. Brúttó tekjur hvers
hásela urðu 361 kr., eu hlutur að frá-
dregnum kostnaði varð 57 kr.
Samkvæmt skýrslum þeim, er bárust
frá netabátunum mega ekld vera færri
en 70—80 net á bát, og er það talið
mjög mátulegt. Margir bátar liafa 90
net og þar yfir, en þeir bafa ekki aíl-
að meira en þeir, sem liafa milli 70 og
80 net.
Fullnægjandi skýrslur bárust frá 49
bátum, er stunduðu lóðaveiðar og sýndu
þær að afkoman var dálítið misjöfn eftir
þvi hvort notaðir voru vélbátar eða ára-
bátar. Hluturinn á vélbátunum var að
meðaltali, að frádregnum kostnaði, 100
kr., en 82 ltr. á árabátunum. Beitukostu-
aður yfir vertíðina var að jafnaði 192
kr. á mann.
Haldfæraveiðar eru bæði stundaðar á
vélbátum og árabátum. Samkvæmt skýrsl-
um þeirra 37 báta, er fiskimálastjórnin
fékk, var nettó hlutur hvers skipverja á
vélbátunum 65 kr., en á árabátunum
gengu hásetarnir frá með 10 kr. skuld
eftir vertíðina.
Ef bver skipsverji á þessum 136 bátum,
er sendu skýrslur, hefði átt að bera úr
býtum 20 kr. á viku yfir þann tíma er
veiðarnar voru stundaðar, þá hefði orðið
að fást fyrir netaíiskinn að meðaltali
23.8 aura pr. kg. (miðað við blautan fisk),
lóðafiskinn 16.6 aura og haldfærafiskinn
23.2 aura pr. kg.
En verð á blautum fiski var aftur á
móti aðeins 11.5 aura eða 16 aura pr. kg.,
ef hrogn og lifur er reiknað með.
Frá sjónarmiði fiskimannanna er slík
fiskveiði, sem hér hefir verið lýst, mjög
óarðvænleg, þar sem hún ekki getur veitt
þeim, er að fiskframleiðslunni vinna nægi-
leg laun, til þess að framfleyta þeim
sjálfum og fjölskyldum þeirra. En þó
leitl sé frá að segja, þá hafa, nokkrar
undanfarnar vertíðir, fjölmargir fiski-
menn orðið að hverfa heim aftur frá
Lofóten með tómar pyngjur, eftir nokkra
vikna erfiði.
í vetur var ágætur aili í Lofóten, og
er seinasta verlíð talin vera sú bezta, er
þar befir komið um nokkra ára skeið.
Þáttakan í Lofólcnveiðunum var ekki
eins mikil i vetur og bún bafði verið
undanfarandi ár. Munu margir fiskimenn
bafa verið orðnir vonlitlir um, að í Lo-
fóten væri hægt að aíla sæmilegra tekna,
eftir að hafa komið þaðan heim vor eftir
vor slippir og snauðir að lokinni vertíð,
og því beldur kosið að sitja beima, eða
balda til annara verstöðva.
í vetur stunduðu alls 17256 manns
veiðar á 4830 bátum, en árið áður voru
í Loíöten um 5400 bátar. Netaveiðar