Ægir - 01.06.1937, Síða 9
Æ G I R
127
eða stokka upp lóðastúf. Það vildi tilað
þetta skeði rétt fyrir lokin og því urðu
afleiðingar verkfallsins ekki eins afdrifa-
ríkar og ef það hefði skollið á, þegar
vertíðin stóð sem hæsl. Verkfallið var
ekki háð vegna launadeilu, heldurí þeim
tilgangi að fá alla verkamenn, er vinna
að fiskverkun, til þess að ganga í verk-
lýðsfélög, er sén í norska alþýðusam-
handinu.
Þar sem svo margir bátar stunda veið-
ar eins og i Lofoten, hljóta hlutir há-
seta að vera æði misjafnir og svo varð
einnig á síðustu vertíð. Hæstur hlutur
var rúmar 1000 kr. að frádregnum kosln-
aði, en almennast munu hlutir háseta
hafa verið frá 300—600 kr. Nokkrir flski-
menn hurfu heim aftur án þess að bera
nokkuð úr býtum eftir vertíðina, ogvoru
það einkum þeir, er stunduðu haldfæra-
veiðar á smá árabátum. Stirðlynd veðr-
átta hamlaði því að þessir bátar gætu
sótt sjó, þegar vélbátarnir moköfluðu.
Rikissjóður varð að sjá 60 manns fyr-
ir fari heim lil sín, og er það miklu
lægri tala en verið hefir undanfarnar
vertíðir.
Herpinætur.
Mestur hluti þeirrar sildar, er fiskast
hér við land, veiðist i herpinót. Veiðar-
færi þetta er fundið upp í Ameriku og
fyrsl notað þar. Amerikumenn kalla
herpinótina »seinnet«,enNorðmenn nefna
hana »snurpenot« og hefir það nafn flulzt
hingað til lands og nota fiskimennirnir
það jafnan.
Arið 1887 byrjuðu Sviar að nota ame-
ríkönsku herpinótina við sildveiðar. Um
1890 byrja Norðmenn að nota þelta veið-
arfæri og höfðu þeir lært af Svíum. Bæði
Norðmenn og Sviar umbættu herpinót-
ina mjög mikið eftir því sem reynslan
kenndi þeim, en þær umbætur gengu í
alll aðra ált en í Ameríku.
Hans Falk, konsúll i Stavangri, byrj-
aði að stunda sildveiðar hér við land
um síðustu aldamót. Árið 1903 sendi
Falk einn af skipstjórum sínum til Ame-
ríku, til þess að kynna sér herpinóta-
veiði. Árið eftir lét hann tvö skipin sín
»Alhatros« og »Atlas« veiða sild i herpi-
nót fyrir Norðurlandi og er það i fyrsla
skipti, sem það veiðarfæri var notað hér
við land.
Fyrstur allra íslendinga, sem rak síld-
veiðar með herpinót, var Ágúst Flygen-
ring kaupmaður i Hafnarfirði, og byrj-
aði hann árið 1905.
En 20 árum áður en herpinótaveiði
byrjaði hér við land, liafði Árni Thor-
steinson landfógeti skrifað merkilega rit-
gerð um síld og sildveiðar, og sagði hann
þar frá herpinótinni og hvernig Ame-
ríkumenn notnðu hana.
Þar sem herpinótin á stórvirkastan
þáttinn í síldveiðunum islenzku, má ætla
að menn langi nokkuð að fræðast um
uppruna hennar og viðgang og hverjar
umbætur hafi orðið í sambandi við hana.
Herpinótin var fyrst fundin upp árið
1826 í rikinu Rhode Island, en það cr
við austurströnd Ameríku. í sinni upp-
runalegu gerð var hún aðcins lítið eilt
frál)rugðin því veiðarfæri, er notað var
þar í landi lil makrilveiða. Fiskimenn-
irnir komu fljótt auga á gagnsemi þessa
nýja veiðarfæris og vegna þess stórjókst
makrílveiðin á skömmum tima. Áður
langt liði var svo byrjað að veiða í herpi-
nótina ýmsar lleiri fisktegundir.
Árið 1886 var byrjað að veiða lax i
herpinót við Kyrrahafsströnd Ameriku.
Áður fyrr hafði lax aðallega verið veidd-
ur i net og landnætur og voru árabátar
notaðir við veiðarnar. Við herpinótaveið-