Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1941, Síða 13

Ægir - 01.07.1941, Síða 13
einkuin Jón Sigurðsson og Gríniur Tliom- sen að nokkru leyti. Það sem einkum vakli fyrir Jóni var að niálið kæmi til afgreiðslu Alþingis, að svo miklu leyti, sem það gæti tekið ákvörðun um það. Fundur þessi stóð mjög lengi og urðu þar harðar umræður. Ællast var til að ekkert kvisaðisl um þenna fund meðal Dana, en það fór á annan veg, og fengu dönsk hlöð skjótt fregnir af því, Iivað þar hafði gerzt. Nokkuð var ritað um þetta mál í dönsk hlöð, einkum í „Fædrelandet“. Virðist svo á ýmsu, er þar kom fram, að Islend- ingum gæti orðið það lil mikilla liags- hóta, að Frakkar stofnuðu hér fiski- mannanýlendu. Sú skoðun mun þó ekki hafa átt víðtækar rætur í Danmörku. Sumarið 1857 kom mál þetta aftur til Alþingis og var þar horið fram af full- trúa konungs. Nú kom beiðnin, um að fá leyfi til að koma upp fiskimannaný- lendu í Dýrafirði, ekki frá B. Demas eða nokkrum útgerðarmönnum í Dun- kerque, hcldur frá hinni keisaralegu frönsku stjórn. Slíkt þótti mikil nýlunda, að danska stjórnin skvldi leggja mál þetta fyrir þingið, og þar með veita AI- þingi og þjóðerni íslendinga óvænla viðurkenningu. Búist var við því, að stjórnin mundi þykjast einfær um að í'áða fram úr ])essu máli, ekki sízt vegna þess, að síðasta þing liafði einmitt skotið málinu til hennar. Hér var þó annað á seiði heldur en umhvggja dönsku stjórn- arinnar fvrir ákvörðunarrétti íslendinga í þessu máli. Um þessar mundir reyndu Danir að vingast mjög við Frakka í því augna- miði að geta tryggt sér stuðning þeirra, ef hertogadæmin og Þjóðverjar risu gegn þeim. Það varð því að gæta þess að stíga engin þau spor, er gætu orðið til þess að styggja Frakka, cn neitun stjórnarinnar við heiðni Frakka gat beinlínis orðið til þess. Hinsvegar var stjórninni mjög ógeð- fellt að veita útlendingum nokkur réttindi á íslandi eða i öðrum löndum, sem lutu Danakonungi. Þá mun stjórninni eklci hafa verið óljós andúð Breta gegn mála- leitan Frakka, því að Bretar litu svo á, að ef Frakkar fengju hér fasta bækistöð, þá mundu þeir smám saman leggja undir sig' allt landið, koma hér upp gei])ilegri útgerð, hafa hér fastan herflota o. s. frv. Þetta litu Bretar vitanlega óhýru auga, og' um það var Dönum ekki ókunnugt. Danska stjórnin var því í mestu klípu, annars vegar vildi hún ekki veita útlend- ingum réttindi á íslandi eða vekja upp óvináttu við Breta, en hins vegar eklci styggja Frakka með því að neita heiðni þeirra. Til þess að losa sig úr þeirri úlfa- kreppu, sem hún var komin i, mun henni liafa þótt heppilegast að koma vandan- um yfir á íslendinga, og láta Alþingi skera úr þessu máli. Fimm manna nefnd var kosin á Al- þingi til þess að fjalla um málið. Meðan það var þar til athugunar komu úr ýmsum áttum bænaskrár til Alþingis um, að það neitaði beiðni Frakka. Tvær þeirra voru frá ísafirði, undirritaðar af 396 mönnum. Vildu þeir að Frökkum væri afdráttarlaust neitað, hversu miklar ívilnanir sem væru í boði frá þeirra Iiálfu. Ein bænaskráin var frá Þingeyri í Dýrafirði, undirrituð af 99 mönnum. Var þar farið fram á, að Frökkum væri synj- að levfis um nýlendustofnun í Dýrafirði, nema þeir gengju að eftrfarandi skilyrð- um: 1. „Að tollur væri með öllu aftekinn i Frakklandi á öllum þangað innfluttum fisktegundum, að minnsta kosti þeim, er Iiéðan frá landi þangað flyttist á svo vel annara þjóða sem sjálfra þeirra skipum. 2. Að Frakkar horgi frá 3 mk. til 1 rd.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.