Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 18
188 Æ G I R Vetrar- og vorvertíðin í Vestfirðingafjórðungi 1941. / 5. tbl. „Ægis“ var greint frá því, hvernig vetrarvertíðin á Suður- landi hafði gengið, og hefir hlaðið orðið þess áskgnja, að mörgum liefir þátt fengur í þeim upptýsingum, sem þar komu fram. Hér á eftir muu verða reynt að draga fram þýðingarmestu atriðin, er snerta vetrar- og vorverlíðina í Vestfirðingafjórðungi. Þótt vitneskja sú, sem fyrir liendi er um þessa hluti, sé ekki eins mikil og víðtæk og æskilegt væri, þykir eigi ástæða til að draga að birta yfirlit um útgerðina á þessum slóðum, í þeirri von, að cinlwern líma síðar verði hægt að fá frekari fregnir. Upplýsingar þær, sem eftirfarandi frásögn styðst við, hefir Kristján Jónsson, erindreki Fiskifélagsins í Vestfirðingafjórðungi sent blaðinn. Steingrímsfjörður. Ondverðlega á árinu var þar ágætur afli og hélzt nokkurn tíma, en er á leið vetur dróg mjög úr honum, og mátti heita lélegur um all langt skeið. Talsverð fiskihrota kom á grunn- mið í maímánuði, en hélzt stutt. — Beitu- skortur hefir verið talsverður á köflum og ofl valdið frátöfum við róðra. — ísfisktökuskip keyptu fisk í janúar, en síðan ekki meira fyrr en í júnílok. Vegna þess, hve erfitt hefir reynzt að fá skip til að kaupa fisk á þessum slóðum, hefir afkoma útgerðarinnar þarna orðið hlut- fallslega miklu lakari, en hún hel'ði annars geta orðið. Óvenju margir bátar hafa í sumar gengið til veiða úr Steingrímsfirði og Bjarnar- firði, eða alls 10 þiljaðir vélbátar og 30 opnir vélbátar. Gjögur og Djúpavík. Stuttan tima í vor var dágóður afli á þess- um slóðum, en síðan bafa aðeins örfáir hátar róið þaðan, og ekki sótt sjó nema endrum og sinnum. Hornstrandir—Aðalvík. Ágætur afli var þarna fyrri hluta vors. Gengu þá 19 árabátar til veiða á þessum slóð- um, nær allt tveggjamannaför, auk þess gengu 2 þilfarsbátar og 4 opnir véíbátar úr Aðalvík. Aflinn á vélbátana var tiltölulega miklu lakari en á árabátana. Hæstur vorhlutur á þessum slóðum fékkst á tveggjamannafar úr Aðalvík, og nam hann 1500 kr. frá þvi í apríl og til júníloka. Grunnavík og Hesteyri. Fjórir vélhátar gengu úr Grunnavík í vor, en tveir frá Hesteyri. Vorafli Grunnvíkinga er talinn sæmilegur, en talsvert lakari hjá Hest- eyringum. Hæstu vorhlutir hjá Grunnvíking- um nema um 1200 kr. Ogurvík, Ogurnes o. fl. Alls gengu 8 og 9 vélbátar til veiða á þessum slóðum i vor, en þó nninu þeir ekki allir hafa stundað róðra að staðaldri. Afli var frekar rýr en hlutir eigi að síður óvenju góðir, eftir því sem menn eiga að venjast þarna. Hæstu vor- hlutir eru taldir nema röskum 1000 kr. Súðavík. Þaðan gengu 4 opnir vélbátar og 5 þilhátar 8—17 rúml. Aflamagn trillubátanna var svipað og hjá þeim, er vciðar stunduðu í Mið-Djúpinu. Vélbátarnir „Valur“ (formaður Árni Guð- mundsson) og „Óli“ (formaður Þórður Sig- urðsson) eru sagðir hafa fengið hæsta hluti, eða nálega 4500 kr. frá áramótum til miðs júlí. Isafjarðarkaupstaður. Telja má, að afli stærri hátanna sé yfirleitt góður, þó að lcngst af hafi verið tregfiski, hæði í vetur og vor. Það sem veldur því, að aflamagn útilegubátanna er fullkomlega í meðallagi, er hið hagstæða tíðarfar og háa is- fiskverð, sem hvorttveggja hefir ýlt undir það, að sjósólui hefir orðið meiri en jafnan áður. Af útilegubátunum hefir vélb. „Valhjörn" i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.