Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1954, Síða 3

Ægir - 01.04.1954, Síða 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 47. árg. I Reykjavík — apríl—maí 1954 | Nr. 4—5 Áð lokinni vertíð. Vertiðin, sem nú er nýliðin lijá, hefur yfirleilt verið mjög góð. Reyndar hefur aflasæld ekki verið jafn mikil alls staðar og kemur hvort tveggja til óhagstætt veðurfar og lítil fiskgengd, sem sums staðar er talin stafa af mikilli ágengni togara á bátamið, og á það einkum við um Vestfirði. Afli í net var nokkru minni en árið áður, þegar Vest- mannaeyjar eru undan skildar og Þorláks- höfn. Hinn aukni afli er einkum talinn árangur af útfærslu landhelginnar, hans gæti þeim mun meira, sem lengra líður frá því að henni var komið í kring. En einnig ber að hafa það í huga, að samkvæmt áliti fiski- fræðinga okkar, er nú tekið að gæta i aflan- uin mjög sterkra árganga, sem þó muni enn nieira láta til sín taka næstu árin en orðið er. Þegar saman fer útilokun togara á helztu bátamið og meiri fiskgengd vegna aukn- ingar þorskstofnsins, mætti ætla, að á næst- nnni yrði mikil aflasæld á vetrarvertíð hjá bátaflotanum. Menn trúa því einnig, að Þorskveiði á handfæri geti orðið allmikil yfir sumartímann og sér þess nú víða vott, sá útvegur aukist til muna þegar á þessu sumri. Opnir vélbátar verða einkum not- nðir til þessara veiða svo og þiljubátar þeir, sem áður stunduðu dragnótaveiðar yfir sumartimann. En bátaflotinn íslenzki á ekki Uema að hálfu leyti afkomu sína undir borskveiðunum, síldveiðarnar fyrir Norður- iandi eru hans annað athvarf, ef svo mætti orða það, þótt þær hafi síður en svo reynzt honum það nú um skeið. Hvort svo reynist enn í sumar veit enginn fyrir. Afkomu togaraútgerðarinnar er nú þannig komið, að forsvarsmenn hennar telja loku fyrir skotið, að gera togarana út nema að- stæður breytist frá því, sem nú er. Ástæðu- laust er að rifja hér upp, hvað þessu veldur. Hefur Alþingi þegar kosið nefnd til þess að kynna sér hag togaraútgerðarinnar og benda á úrræði til bóta að rannsókn lokinni. Verður að vænta þess að úr rætist, svo að ekki komi til þess, að hinum dýru og mikil- virku framleiðslutækjum, sem togarnir eru, verði ekki lagt við festar. En afkoma útgerðarinnar er ekki nema öðrum þræði undir því komin, hvernig afl- ast. Hitt er ekki ininna um vert, hver eftir- spurnin er eftir þeim vörum, sem unnar eru úr aflanum og hvert verð fæst fyrir þær. Það sem af er þessu ári, hefur sala á hrað- frystum fiski gengið svo greiðlega, að fram- leiðslan hefur farið samtímis á markað og hún hefur verið tilbúin til útflutnings. Sama gegnir úm framleiðslu fiskmjölsverk- smiðjanna. Öðru máli hefur gegnt um skreið og saltfisk. Enn er nokkurt magn af skreið ófarið, er framleitt var á fyrra ári og enn fremur hefur verð á henni fallið allmikið frá því, sem var fyrri hluta árs 1953. í þessu sambandi ber á það að líta, að slcreiðarfram- leiðsla íslendinga í ár verður mun minni en Framhald á sídu 96.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.