Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1954, Qupperneq 4

Ægir - 01.04.1954, Qupperneq 4
66 Æ G I R Skipstjórafélagið Aldan og Reykjavík. Alltaf þarf meiri þorsk og fleiri rennu- steina. Fyrir allmörgum árum, meðan Norður- mýrin og Vesturbæjartúnin í Reykjavík voru enn óbyggð, gekk ég fram á mann aldraðan uppi í holtum, drjúgan spöl ofar en Mjölnisverksmiðjan hafði eitt sinn stað- ið. Hann var lítill en þrekinn, hafði eitt sinn siglt með útlendum víða um heim, síðan dregið marga þorska fyrir Geir Zoéga og Th. Thorsteinsson. Nú bjó hann niðri í Sltuggahverfi og kom ekki framar á sjó. Stórar grjóthrúgur voru í kringum hann í holtinu. Steinhlaðar miklir stóðu hið næsta honum og svo vendilega hlaðið stálið sem þeir ættu að standa um aldur og ævi. Hann hjó til hvern steininn á fætur öðrum, reyndi að hafa þá sem sléttasta og jafnasta á stærð. „Rærinn kaupir þetta af manni,“ sagði sá þrekni úr Skuggahverfinu. „Þeir nota þetta í rennusteina þarna niður frá.“ „Þú kynnir nú betur við að renna fyrir þann gula en sitja hér og liamra grágrýti," sagði ég. „Þýðir ekki að tala um það, drengur minn. Maður er ekki orðinn fær til annars en eigra hingað upp eftir og setjast á sinn stein. Þeir eru kaldir og harðir viðkomu þessir karlar þarna,“ og um leið benti sá gamli á nokkra steina, er hann hafði hogg- ið til. „Sjálfsagt þekkirðu ekki þann sælutitring, sem fer um mann, þegar spriklandi þorsk- gámi er bylt inn fyrir borðstokkinn. En það koma líka einhver þægilegheit fyrir brjóstið, þegar maður leggur frá sér til- hogginn stein. Hann er svo sem ekkert lista- verk, en rennusteinn eigi að síður. Reykja- vílc er orðin stór, já mikið stór, og liún þarf inarga rennusteina. Fólkið eltir þorskinn og vinnuna og síðan kemur gatan og húsin. Svona er gangurinn í því, drengur minn. Ég er bráðum farinn, en þá koma bara aðrir, því að alltaf þarf meiri þorsk og fleiri rennusteina,“ sagði sá gamli úr Skugga- hverfinu og hlannnaði af miklum þunga steini í hlaðann sinn, eins og hann vildi þar með vera kvittur og klár við allt og alla. Síðan þetta var hafa mörg ný hverfi risið í Reykjavík. Grjóthlaðarnir eru fyrir löngu horfnir úr holtinu og þar komin gata og margra hæða hús. Skútukarlinn og stein- höggvarinn er farinn eilífðarleiðina og flestum gleymdur. En niðri í bæ eru gömul timburhús, hvers efniviður er keyptur fyrir þorskinn, sem liann dró, og rennusteinarnir hans eru hér og þar. Sjálfsagt blasa þeir við okkur í götunum, sem við göngum. En við erum ekki að ragast í slíkum fáfengileg- heitum, hver hafi búið til rennustein, götu eða hús, ekki einu sinni borgina. Þetta er allt saman komið og heldur áfram að koma. Er ekki of mikil timatöf að því, þegar allir eru að flýta sér, að fletta við blaði, og er nokkur ávinningur að því að glöggva sig á, hvað þar kann að standa? Þegar ég var beðinn um að minna á skip- stjórafélagið Ölduna i Útvarpinn, var mér ekki markaður bás um efnisval. Ég fletti því við blaði að mínu geði og bið þá, er hlýða vilja, að líta með mér sextíu ár um öxl. Svoleiðis vélar getur enginn fundið upp. Við enda Aðalstrætis stendur þá saina húsið og enn er þar, Rryggjuhúsið svo nefnda. Gegnum það mitt liggur gangur, en beint niðnr af honum sjávarmegin er Fischersbryggja. Úti á böfninni liggja tvær litlar skútur. Fannir eru í Esjunni, helzt í gilskorum og gljúfrum, en Akrafjall er alautt. Sól hefur þokað hærra á loft með hverjum degi, enda þrír dagar af sumri. Niðri í fjörunni hoppa fuglar og kýta um æti, en upp að austurhorni Bryggjuhússins sjávarmegin hallar sér ungur maður í leður-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.