Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1954, Page 5

Ægir - 01.04.1954, Page 5
Æ G I R 67 stígvélum og strigaúlpu og les í blaði. Það eru glampar í augunum og ósjálfrátt fara eins og broskippir um andlitið. Hann strýk- ur um ennið með salthrúðugu handarbaki og ýtir húfunni hærra upp. Enskur maður hefur fundið upp vél. Hún er mjög einföld, fyrirferðalítil og hefur tveggja hesta afl. Aðalpartar vélarinnar eru sivalningur, bulla og sveifluhjól. Hún eyðir ekki meira en fyrir 18 aura á 12 stundum til að knýja frarn aflið. Til þess eru notuð tvö efni, sem samlagast hvort öðru þannig, að þau geta af sér feikna gasmagn í ákafa harðri sprengingu. Maðurinn við Bryggjuhúshornið les þetta hvað eftir annað. Hann kann orðið frásögn þessa utan að. Hann lygnir aftur augunum og ímyndar sér að vera kominn til London eða Chicago. Þar geta menn fengið að sjá vélina á sýningu þá um sumarið. Svo brýtur hann saman Fjallkonublaðið og stingur i vasa. Honum finnst eins og lúinn hverfi snöggvast úr handleggjunum og um höfn- ina þjóti bátar án þess að ár sjáist á borði eða segli sé tjaldað. Jullan hans liggur í festi við Steinbryggj- una. Nú er þar öðruvísi um að litast en í vetur, þegar þeir lögðu upp í fyrsta túrinn. Þá höfðu hann og félagar hans orðið að bera kol á sjálfum sér, ekki einungis niður á bryggju, heldur alla leið út á ísskör, þar sem maður beið með julluna þeirra. Og þó var isinn ekki svo mannheldur, að þeir kæm- ust klakklaust þangað út. Þeir plompuðu niður um frauðið, misstu af sér pokana og voru marðir og holdblautir. Nú fór kvöldið og nóttin í hönd. Um miðnætti átti hann og félagar hans að vera mættir upp við Prent- smiðjupóstinn í Aðalstræti til þess að hafa lokið við að taka vatnið áður en fyrstu vatnsburðarkarlarnir komu á kreik, en suinir þeirra voru mestu morgunálkur. Menn skiptust á verkum. Sumir dældu og komu vatninu í tunnurnar, aðrir veltu þeim styztu leið niður á bryggju og enn aðrir reru þeim út að skipi, komu þeim um borð og tæmdu þær þar. Þegar þessu var lokið, var liðið fram yfir óttu. Menn spjölluðu saman við póstinn eins og gekk og gerðist, viku að einu og öðru, sem þeir höfðu beyrt eða séð eftir að þeir komu inn úr túrnum. Nýja vélin bafði borið á góma. „Þetta er haugalygi,“ sagði einhver. „Svo- leiðis vél getur enginn fundið upp.“ Sá, er staðið hafði undir Bryggjuhús- horninu fór sér hægt, tók blaðið upp úr vasa sínum, fékk þeim orðhvata og bað liann að lesa. „Nú, úr þvi það er svona, að það stendur i blaði og vélin á að fara á sýningu, hlýtur náttúrlega einhver fótur að vera fyrir þessu,“ sagði sá, sem mest hafði belgt sig. „En ég get sagt ykkur frá annarri vél“, mælti sá sem dældi, „og hún er ekki úti i Iöndum, heldur vestur á ísafirði: Hún er smíðuð af vélstjóranum á honum „Litla- Ásgeiri“, þessi vél þvær fisk, hvorki meira né minna en 60 fiska á mínútu. Það missir einhver spón úr askinum sínum, ef svoleiðis vélar koma víða.“ Ungur og uppburðarlítill unglingur hófst við árina, þar sem hann reri fyrir vatns- tunnunum og spurði félaga sina, hvort þeir vissu það, að hann Markús hefði verið að útskrifa fyrstu piltana sína úr Stýrimanna- skólanum núna á dögunum. Þar koma sex skipstjóraefni. „Eruð þið að hugsa um að fara á skólann?“ sagði sá feimni, enda lægst- ur í loftinu, og það var nærri því eins og hann bæðist afsökunar á að hafa gloprað þessu út úr sér. „Fara og fara ekki,“ sagði sá, er reri á móti honum, en bætti svo við: „Vitanlega er það undir því komið, hvað maður dregur og hvort maður fær nokkuð fyrir þessa ugga. Víst hefur maður hug á því að læra. Skipin stækka og þeiin fjölgar og hví þá ekki að klífa hann þrítugan til þess að ná í próf?“ Austankæla stóð í seglin, þegar skútan hélt út flóann í grámuskulegu morgunsár- inu. Þeir, sem mest höfðu talað um vélar og skóla, hvíldu í koju og dreymdi máske um Chicagosýningu, vélaþvott á fiski vestur á ísafirði eða kennslustund hjá Markúsi uppi í Doktorshúsi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.