Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 11
Æ G I R
73
Alit Gunnars Rollefsens fiskifræðings:
Er aá hefjast aldarfjóráungs
aflatregáutímabil í Lófót?
í vetur hefur farið á sörau leið í Lófót
og i fyrra, að vertíðin hefur brugðizt. Þar
sem mikill fjöldi manna á afkomu sína
undir góðum aflabrögðum þar, er ekki að
undra, þótt Norðmönnum verði tíðrætt um
orsakirnar fyrir aflaleysinu. Enda er það svo,
að mikið liefur verið ritað um það í blöð-
in, fyrirspurnir bornar fram í Stórþinginu
og erindi flutt í útvarpi.
Norskir sjómenn hafa lengst af, svo sem
margir stéttarbræður þeirra í öðrum lönd-
um, haft ótrú á ýmsum nýjungum og oft
viljað kenna þeim um, þegar afli hefur
brugðizt. Línan og þorskanetið átti eitt sinn
að vera orsök þess, að afli brást, síðar
niótorvélin og dýptarmælirinn og nú síðast
þorsknótin.
Gunnar Rollefsen, einn af fiskifræðing-
unum við norsku hafrannsóknarstofnunina,
hefur sagt, að hægt væri að leggja bann við
notkun mótorvélar og dýptarmælis, en hvort
afli ykist við það, væri mjög vafasamt. En
Rollefsen hefur sagt fleira, og skal það nú
rakið og þess jafnframt getið, að hann er
talinn fremsti sérfræðingur meðal Norð-
nranna í þorskrannsóknum.
Norðmenn standa svo vel að vígi, að þeir
hafa i höndum skýrslur um Lófótaflann í
heila öld. Talið er sennilegt, að ekki séu til
jafn nákvæmar upplýsingar yfir jafnlangt
tímabil og veiðarnar í Lófót. Samhliða þessu
hafa Norðmenn fengizt við fiskrannsóknir
i hálfa öld. Rollefsen telur, að það séu ekki
niargar fisktegundir, sem þeir vita jafnmikið
Um og þorskinn. Og fullvist má telja, að
siðari rannsóknir á öðrum fisktegundum
hyggjast á þorskrannsóknuin.
Þegar um það er rætt, að þorskaflinn hafi
..brugðist" bæði í ár og í fyrra, þar sem
Gunnar
Rollefsen.
hann hafi ekki orðið nema 50 þús. smál.,1)
er vert að hafa það í huga, að meðalaflinn
á því tímabili, sem til eru áreiðanlegar
skýrslur um, er ekki nema 70—80 þús. smál.
Og ekki er lengra undan en svo, að eldri
kynslóðin man 25 ár, þá er meðaflinn í Ló-
fót var ekki nema 35—40 þús. smál. Þá var
þorskanótin ekki komin til sögunnar, botn-
vörpuveiðarnar ekki heldur, en hins vegar
bæði mótorvélin og þilbáturinn og fyrir
þeirra atbeina hefði mátt vænta meiri afla.
Orsökin til tregrar veiði var einfaldlega sú,
að i fyrsta lagi var stofninn lítill allt þetta
langa tímabil og í öðru lagi hefur gotfisk-
urinn sennilega leitað á aðrar stöðvar við
ströndina á þessum árum.
Sé horft lengra aftur í tímann og litið á
þorskaflann á árunum 1870—1895, kemur í
ljós, að mikill afli er í Lófóten allt þetta
tímabil. Þá var aflinn tvöfalt meixú en næstu
25 árin á eftir, eða tímabilið, sem fyrr var
minnst á. Þá var ekki sótt nema á opnum
báturn og veiðarfærin ekki sambærileg við
það, sem nú er. Síðasta mikla aflaárið á
þessu tímabili, varð aflinn í Lófót um 100
þús. smál. En næstu fimm árin á eftir ein-
ungis 25—30 'þús. smál. á ári.
Alag fiskimannanna á stofninn er tví-
mælalaust ekki orsök þess, að aflinn minnk-
ar skyndilega svona mikið. Botnvörpuveiði
þekktist þá ekki við Noreg, og fyrir Finn-
merkurströnd veiddu þá ekki aðrir en
Norðmenn.
1) Lófótaflinn í ár varð ekki nema 42 ])ús. smál.,
eða 8 kús. smál. minni en í fyrra.