Ægir - 01.04.1954, Page 13
Æ G I R
75
við staðreynd, er ógerningur að sjá afleið-
ingar goítruflana 1950—51 fyrr en eftir þrjú
til fjögur ár hér eftir, því að þá fyrst er
fiskur, sem fæddur er á þessum árum, kom-
inn á hrygningaraldur.
Síðan ræðir RoIIefsen um svifið í sjónum
og hve mismikið það getur verið og um áhrif
þess á þroskaskilyrði þorsksins. Þá vikur
hann að þvi, hve þátttakan i Lófótveiðun-
um fari eftir aflabrögðum og notkun veið-
arfæra eftir gerð fisksins. En um þorsk-
nótina segir hann m. a. þetta:
Þegar byrjað var að nota þorsknótina
i Lófót, voru skilyrði til að fiska í nót mjög
æskileg. Fiskurinn stóð þá mjög grunnt,
og það fengust því mjög stór köst. Það er
gleðiefni, að menn fengu að reyna not
nótarinnar við hagstæð skilyrði, en þess var
lika þörf, að komast að raun um, hvernig
hún dygði, þegar svipað hefur staðið á og
tvö síðastl. ár. Veiðin með þorsknót í Lófót
er liður í því starfi að gera afkomu fiski-
mannanna betri. En eins og jafnan, þegar
um tilraunir er að ræða, mega menn vera
við því búnir, að ekki gangi allt að óskum.
Reynslan sýnir, að það er takmarkað, sem
hægt er að veiða við Lófót. Það er stað-
reynd, að jafnan hafa of margir menn sinnt
veiðum á þessum slóðum, því að miklu
niinni mannfjöldi hefði getað aflað sama
fiskmagn. Þannig horfir þetta við, þegar
framleiðslumöguleikar eru eingöngu hafðir
í huga. En vitanlega má ekki ganga fram
hjá því, að Lófótveiðarnar eru ekki þýð-
ingarlausar fyrir þann, sem rær einskipa
og dorgar með sínu færi. En þegar rökræða
á verkefnin i sambandi við fiskveiðarnar
yfirleitt, þá verður að halda sér við þau
grundvallaratriði, sem rnáli skipta.
Það er sjálfsagt, að menn geri sér það
Ijóst, að hið mikla aflatimabil í Lófót getur
verið liðið hjá og framundan sé nýtt 25
ára timabil. Um það þarf ekki að villast,
að þorskstofninn hefur verið stór á norð-
lægum fiskislóðum (við Noreg) síðasta
aldarfjórðung. En það eru sýnileg merki
bess, að hann sé alls staðar að minnka þar.
^orskir fiskimenn verða eklci einungis fyrir
því, heldur einnig aðrar þjóðir i ríkum mæli.
Þýzkar aflaskýrslur sýna, að heildarafli
þýzkra togara á norðlægum fiskislóðum var
43% minni 1953 en 1952. Og afli þýzkra
togara fyrir strönd Finnmerkur var í
minnsta lagi 1953.
Að lokum drepur Gunnar Rollefsen á það,
að nauðsynlegt sé að auka möskvastærðina
í botnvörpu úr 110 mm í 150 mm. Með til-
raunum i þá átt megi fá fast undir fætur
fyrir væntanlegar umræður fyrir þær þjóð-
ir, sem hafa áhuga fyrir því að koma i veg
fyrir of mikið álag á fiskstofninn og þar
með tryggja sér eins mikinn feng og kostur
er á. Hann telur, að hættan af togveiðum úti
fyrir Lófót sé hvergi nærri eins mikil og
fvrir ströndum Finnmerkur og í Barentshafi.
Hann tekur jafnframt fram, að hann vilji
ekki fullyrða neitt um það, að veiði erlendra
togara sé ástæðan fyrir minnkandi veiði við
Lófót. En til þess að reyna að komast að
raun um hina raunverulegu ástæðu verði
hafnar skipulegar merkingar á ýsu og þorski
við norsku ströndina og i austurhafi. Til
þess að sinna þessu verki hefur verið ráð-
inn hópur af ungum sérfræðingum, sem
undanfarnar tvær vertíðir hafi fengið rann-
sóknarskipið „G. O. Sars“ til afnota í þessu
skyni nokkurn tíma. En meðan að nota þurfi
„G. O. Sars“ bæði við síldar- og þorskrann-
sóknir, sé ógerningur að fylgjast með ástand-
inu eða þróuninni i Barentshafi og við
norsku ströndina allt árið. Og þess er ekki
að vænta, að árangurinn af þessum rann-
sóknum verði til reiðu í náinni framtíð.
Hámeraveiði frá Shetlandseyjum.
„The Fishing News“ skýrir frá því 9.
apríl siðasll.,'að norskir og danskir bátar
hafi fengið góðan hámerarafla fyrir norð-
urströnd Skotlands. Einn þessara báta hafði
t. d. aflað fyrir 90 þús. ísl. kr. á viku. Þessi
afli útlendinga á þessum slóðum varð til
þess, að Shetlendingar hófu hámeraveiðar á
þrem bátum. Er ætlun þeirra að leggja afla
sinn á land i Aberdeen og annað veifið í
Danmörku eða Hollandi.