Ægir - 01.04.1954, Page 14
76
Æ G I R
Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþingismaður
og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
andaðist aðfaranótt fimmtudagsins 15.
apríl síðastl. Hann skorti þá rösklega hálft
ár í sjötugt.
Sigurjón var Vestfirðingur að ætt og upp-
runa og hclt jafnan nokkuð á loft, hvaðan
liann var sprottinn. Gekk honum hvort-
tveggja til í því efni, gaman og alvara. Blöð
höfuðstaðarins liafa rakið ítarlega æviferil
og störf Sigurjóns og væri að bera í bakka-
fullan læk að endurlaka það hér. Ég hafði
nokkur persónuleg kynni af Sigurjóni uin
15 ára skeið, og bregð ég því á það lag, að
rifja upp sumt af þeim kynnum.
Margt sagði Sigurjón mér af ýmsum Vest-
firðingum, er hann hafði kynnzt, meðan
hann var enn í heimahögum. Sjálfsagt hefur
sumt af því verið minnisgreinir frá sam-
vistum hans við Samúel Eggertsson á Stökk-
um, bróðurson Matthíasar Jochumssonar,
en lijá lionum ólst Sigui’jón upp að miklu
leyti.
Fyrsta langferð Sigurjóns að heiman var
gerð í febrúarmánuði aldamótaárið. Hann
réðst þá kokkur vestur á Bíldudal á eitt af
skipum Péturs Thorsteinssonar. Hann var
ákaflega heillaður af athafnalífinu á Bíldu-
dal og þó sérstaklega af Pétri sjálfum.
Hvorugt þetta þarf ncinn að undra, því að
svo mun þessu hafa verið farið um flesta
unglinga, er réðust til Bíldudals á þessum
árum. Hitt furðaði mig nokkuð, að í augum
Sigurjóns skyldi aldrei slá fölva á Bildu-
dalsljómann. Eftir að Sigurjón hafði gerzt
einn af forgöngumönnum socialdemokrata
hér á landi, en heilindi hans i því starfi
þurfti enginn að efa, hefði mátt ætla, að
hann hefði litið athafnir Péturs á Bíldudal
i öðru Ijósi en áður og jafnframt markað
afstöðu sina til fyrri minninga í samræmi
við það. En svo var því ekki farið. Mat lians
á Pétri og athöfnum hans í Arnarfirði breytt-
ist aldrei. Og um skeið sótti bókstaflega á
hann að láta það í ljós opinberlega, sem
hann og gerði í Sjómannadagsblaði 1950,
og þá undir nafninu „Vestfirðingur“.
Sigurjóni var aldrei fipgjarnt, þá er tryggð-
in var annars vegar.
Eitt sinn á styrjaldarárunum lá leið mín
heim til Sigurjóns, en þá um kvöldið átti
hann að mæta í hópi norskra sjómanna,
sem hér voru staddir, og flytja ræðu sem
formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
Hann hafði þá samið ræðu sína og látið
þýða á norsku. Ég hlýddi á hana. Að lestri
loknum duldist mér ekki, að hún var i raun
og veru aðeins kveikja að því, sem Sigur-
jóni bjó í brjósti. Honum hafði, sem altítt
er, ekki tekizt að forma hugsun sina í orð,
eldurinn lá eins og utan með, en ekki í efni
ræðunnar. En nú hófst raust hans, og á
tungu hans lágu orð með varmanum í sér,
túlkunarskýr og felld að efni. Mér er um
megn að tilfæra nokkuð úr þessari tölu,
svo að svipur hennar haldist. Það var eitt-
hvað, sem ég get heldur ekki gleymt, eitt-