Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1954, Side 15

Ægir - 01.04.1954, Side 15
Æ G I R 77 hvað, sem ég get heldur ekki skýrt. Sjó- ínenn hvarvetna úr heimi háðu þá um öll höf dirfskufulla baráttu við kafbáta og vítisvélar. Þeir sukku, loguðu upp, tættust í sundur, lemstruðust, hlutu bægifætur og hendur og ólæknandi sálartjón. Það var þessi harmsaga, sem leiddi orðin fram á varir Sigurjóns. Óbeit hans á andstyggð- inni og óvæmin og karlmannleg samúð hans með þeim, sem hann hafði gerzt mál- svari fyrir, mótuðu andhverfur í máli hans. Ég hafði alloft heyrt Sigurjón flytja ræður, en enga sem þessa. Og þegar ég fór af fundi hans, sárnaði mér það eitt, að hún var flutt yfir mér einurn, en ekki norsltu sjómönn- unum, sem hann ætlaði að heilsa upp á þá um kvöldið. Sjómannadagsblaðið árið 1943 flutti mjög ítarlega og fróðlega grein um siglingu í skipalest. Ég annaðist þá útgáfu blaðsins og var ábyrgðarmaður þess, en fyrrnefnd grein birtist undir dulnefni. Sjómannadag- urinn rann upp og blaðið seldist vel um land allt. En svo gerðist það nokkru síðar, að eitt af dagblöðum höfuðstaðarins hirti greinina „1 skipalest“. Ég hafði ekki hug- niynd um það fyrr en hún var þar komin. En mikið hafði verið um að vera á afgreiðslu hlaðsins um morguninn, sem það kom út með fyrrnefnda grein. Þar höfðu birzt menn frá ameríska setuliðinu og upplýst það, að í grein þessari væru dulmálslyklar svo svipaðir þeim, er notaðir væru í amer- iskum skipalestum, að Þjóðverjum gæti orðið að liði, ef þeir kæmust yfir blaðið, og því væri ekki um annað að gera en eyði- *eggja þetta eintak af hlaðinu. En þeim amerísku var þá bent á það, að Sjómanna- dagsblaðið væri í höndum margra manna um land allt og í því hefði greinin birzt upphaflega. Þegar það var upplýst, þótti gagnslaust að leggja bann við útkomu dag- blaðsins. — Síðar þennan sama dag birtist mér uniformeraður maður úr setuliðinu ameríska. Hann innti eftir heimilisfangi mínu og spurði síðan um heimilisfang eða dvalarstað þeirr manna, sem voru í blað- stjórninni. Ástæðulaust var að dylja slíkt, því að auðvelt var að fá upplýsingar um það á öðrum stöðum. Hann virtist telja mál þetta mjög alvarlegt og ekki væri undankomu auð- ið að ég skýrði frá hinu rétta nafni greinar- höfundar. En ég þvertók fyrir að gera slíkt. Var þá látið í það skína, að mér mundi komið bak við hespu og lás. Ég taldi, að fara yrði sem vildi um það, en ég mundi eftir sem áður eklci leysa frá skjóðunni um nafn greinarhöfundar. Hvort þrái minn hefur valdið eða eitthvað annað, lét sá uniformeraði þar við sitja að sinni og sagð- ist þurfa að hafa samráð við yfirmann sinn um mál þetta. Ég hringdi að þessari lieimsókn lokinni til Sigurjóns Á. Ólafssonar og sagði honum, hvernig komið væri, en frá honum hafði greinin komið í mínar hendur. Hann sagði ekki margt, en var þungorður nokkuð. — Elcki er að orðlengja, að sá einkennisklæddi kom ekki framar á minn fund og ekki var máli þessu aftur hreyft við mig. Hins vegar er mér ekki grunlaust um, að Sigurjón haí'i brugðið snöggt við og náð sambandi við þá, er höfðu með mál þetta að gera, og látið þá skilja, að hvorki ábyrgðarmaður hlaðsins né blaðstjórn mundi standa ein uppi, ef í hart væri farið, auk þess væri afstaða hinna amerísku byggð á tilefnislausum ótta. Á þessum árum var það einnig, að maður kom til Sigurjóns með miklu irafári, þá er ég var þar staddur, og vildi fá að hringja. Þegar hann kom úr símanum, mátti heita, að hann hefði misst alla stjórn á sér. íslenzku skipi hafði verið sökkt og með því farizt m. a. mágur mannsins frá mörgum börn- um. Sigurjón tók þessu með stillingu og sefaði manninn skjótt. Hann gerði það svo hispurslaust, en þó af svo næmum skiln- ingi, að ekki duldist, að hann hafði oftar en i það sinn orðið að standa í svipuðum spor- um. Sjómannafélag Reykjavíkur hafði fastan starfsmann og bælcistöð niður í bæ lengst af þann tíma, sem Sigurjón var formaður þess,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.