Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1954, Blaðsíða 16
78 Æ G I R Þorsteinn Þorsteinsson í Þórshamri. Þeim mönnum fækkar nú sem óðast, er veigamestan þátt áttu í að renna þeim stoð- um undir isl. sjávarútveg, sem hann nú hvílir á. Einn í þeim hópi og framarla var Þorsteinn í Þórshamri, en liann lézt 13. apríl síðastl. Þorsteinn var fæddur að Mel í Hraun- hreppi 4. okt. 1869 og var hróðir Halldórs skipstjóra í Háteigi og þeirra kunnu syst- lcina. Hann var einn þeirra sex nemenda, er luku prófi frá Stýrimannaskólanum vorið en það var í 31 ár. En þó svo væri, leituðu margir úr félaginu heim á fund Sigurjóns og enn fremur þeir, sem með öðrum hætti unnu með lionum að málum sjómanna. Þar var því mannkvæmt margan dag, en heimilið stórt, þar sem börnin urðu þrettán. Guðlaug Gísladóttir, kona Sigurjóns, bar utan á sér gæðin, ef svo mætti orða það. Hún tók hverjum manni af einstakri Ijúf- mennsku og varð bónda sínum svo mikil- væg stoð í margvíslegu starfi hans, að örð- ugt er að sjá, að hann hefði getað sinnt jafnmörgum og timafrekum störfum utan heimilis og á, ef ekki hefði liennar við not- ið. Um leið og Sigurjóni er þakkað fyrir allt, sem hann lagði á sig fyrir íslenzka sjómenn, er sjálfsagt, að Guðlaugar konu lians sé ekki gleymt í því sambandi. Störf Sigurjóns á Alþingi fyrir íslenzka sjómannastétt, í Sjómannafélagi Reykja- víkur, í Slysavarnafélagi íslands, í bygg- ingarnefnd dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, í Alþýðusambandi íslands og víð- ar, bera manninum merki, ekki einungis i þráð heldur jafnframt í lengd. Til lians mun æ vitnað sem hins drenglynda, fórn- fúsa og ötula forsvara íslenzkra sjómanna- samtaka, þá er þau voru að mótast og mest reyndi á þá, sem fyrir fóru. L. IC. 1893, en þá voru skipstjóraefni útskrifuð þaðan fyrst. Þorsteinn komst snemrna í kynni við Engeyinga, er voru miklir dugn- aðarmenn og brautryðjendur í sambandi við sjávarútveg. Þar lærði Þorsteinn bátasmíði, er hann stundaði um skeið og smiðaði m. a. fyrsta mótorbátinn við Faxaflóa. Hann var þátttakandi í þilskipaútgerð og síðar einn af brautryðjendum togaraútgerðar liér á landi. Hann kom og mjög við félagsmála- sögu Reykvíkinga, einkum þeirrar er tengd var sjávarútvegi. Að tilstuðlan hans var Slysavarnafélag íslands stofnað og var hann formaður þess um tíu ára skeið. Gaf hann og kona hans félaginu björgunarbátinn Þor- stein svo sem alkunna er. Þorsteinn lét sér mjög annt um eflingu Fiskifélags íslands og mætti oft sem fulltrúi á þingum þess. Hann var manna prúðastur í málflutningi, fylgdi þó vel eftir hverju máli, sem hann hafði afskipti af. — Þorsteinn var kvæntur Guð- rúnu Brynjólfsdóttir frá Engey og lifir hún mann sinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.