Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1954, Qupperneq 24

Ægir - 01.04.1954, Qupperneq 24
86 Æ G I R Verkefni í sambandi viá skipan fiskveiáa. í grein í „Monthly Bulletin of Agriculturnl Economics and Statistics“ ræða G. M. Ger- hardsen og C. Beever um einstök vandamál, sem gætu komið fram, ef reka ætti fiskveiði- flotann eftir skipulegri áætlun, til þess að nýta betur fiskstofninn og bæta úr mat- vælaskortinum í heiminum. Greinin fjallar ckki einungis um fiskveiðar þjóða, scm hafa frumstæða háttu við veiðarnar, heldur er einnig rætt um ástandið þar, senr fiskveið- ar standa á háu þróunarstigi. í inngangi greinarinnar er bent á, að elcki sc ætið rétt að kalla þær þjóðir „frumstæð- ar“ eða „afturúr", sem stunda fiskveiðar með óhagkvæmari aðferðum og bera minna úr býtum en einstaka aðrar þjóðir. Þessar óhagkvæmu veiðiaðferðir geta verið þjóð- hagsleg nauðsyn, eða þær eru óhjákvæmi- legar af öðrum ástæðum. Ef tekið er tillit til þessara aðstæðna, er unnt að semja raun- hæfa áætlun um fislcveiðar. Mikið vandamál er, hvernig selja megi aflann með hagnaði. Raunverulega er öllurn fiski, sem veiðist i heiminum (26 millj. smál. árlega) landað nýjum og óverkuðum. Nýr fiskur, sem landað er úr veiðiskipi, er einna viðkvæmastur af allri matvöru, þess vegna er nauðsynlegt, að hann fái skjótari meðhöndlun en aðrar vörur. Hver verzlunarháttur hefur sín sérstöku vandamál. Aðstæður í sambandi við að- flutninga og neyzlu á fiski hafa e. t. v. mest áhrif á markaðinn hverju sinni. í fyrsta lagi eru erfiðleikarnir vegna þess, hve mis- jafnt rnagn berst að af nýjum fiski. í bæj- um, þar sem stærstu fislcmarkaðirnir eru, t. d. Hull og Grímsby, eru birgðirnar 200 smál. annan daginn, en 2000 smál. hinn. Reynt er að jafna sveiflurnar, en reiknað er með, að daglega berist á land 1000 til 1500 smál. I Bombay er landað daglega 3000 til 4000 smál. af fiski á bezta veiðitímanum i nóvember og desember, en mjög lítið berst á land, þegar monsúnvindarnir blása á haustin. Breytingar á eftirspurninni hafa mikil áhrif á aðstöðu verkamanna. í brezk- um höfnum þarf urn 70 til 120 manns til þess að landa úr togara úr norðurhöfum með um 300 smál. farm. Þetta vinnuafl þarf al'ltaf að vera til talcs, þótt ekki sé alltaf þörf fyrir það. Ekki er hægt að hafa sama hátt á og í landbúnaðinum, þar sem hæg't er að auka vinnuaflið um uppskerutímann. Kunnugt er, hve eftirspurn á fiski er breytileg, en oft eru ofmetin þau áhrif, sem þær breytingar hafa á fiskverðið. Ýmsar trúarvenjur s. s. páslcar, föstur o. s. frv. valda reglubundinni aukningu eftirspurnar, aukningu, sem hægt er að sjá fyrirfram. Veðrið hefur einnig mikil áhrif. í einstaka löndum getur mikil og stöðug eftirspurn, t. d. vegna skorts á lcjöti og eggjum, skyndi- lega horfið, þegar mjög heitt er í veðri, og sjómönnum verður margra vikna starf að cngu. Fiskflutningar á markaðinn einkenn- ast tíðast af miklum óstöðugleika á verðlagi, ekki aðeins tímabundnum lreldur einnig daglegum verðsveiflum. Vandamálin stafa þannig af hverfulli og breytilegri eftirspurn, en fiskmagnið tekur aftur miklum sveiflum af ýmsum orsökum. Menn hafa reynt með aðferðum, sem áð- ur voru þekktar og nýjum, að forðast of- fylli á ísfiskmarkaðinum, þannig að annað hvort eru neyzluhæfar fiskafurðir gerðar fjölbreyttari eða hagnýtt er sú þörf, sem er fyrir fisk til annars en manneldis. Þessar nýju afurðir hafa raunar skapað og haldið við eftirspurn. Þetta á t. d. við um niðursoð- inn fisk, saltfisk o. s. frv. — en raunveru- lega eru þær skapaðar af sömu þörf og upp- fyllt hefur verið í frumstæðari þjóðfélög- um með grófari verkunaraðferðum, s. s. sólþurrlcun. Mjög mismunandi er, hve lengi fiskurinn geymist miðað \úð hinar ýmsu aðferðir, sem notaðar eru við verkun hans. Með þvi að fiskur er nú elcki lengur eins viðlcvæmur fyrir skyndilegum breytinguin á eftirspurn. er hættan á fjárhagslegu tapi orðin miklu

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.